Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 48

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 48
222 KIRKJURITIÐ 9. Staðarhólsþing í Dalaprófastsdæmi, er sóknarpresturinn í Hvammsprestakalli þjónar. 10. Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, er sóknarpresturinn í Flateyjarprestakalli þjónar. 11. Staðarprestakall á Reykjanesi í Barðastrandaprófasts- dæmi, og heíir prestinum í Flatey verið falin þjónusta þess í bili. 12. Hrafnseyrarprestakall í V.-ísafjarðarprófastsdæmi, er sóknarpresturinn á Bíldudal þjónar. 13. Staðarprestakall í Aðalvík í N.-ísafjarðarprófastsdæmi, og þjónar því sóknarpresturinn að Stað í Grunnavík. 14. Ögurþingaprestakall í N.-ísafjarðarprófastsdæmi, er sókn- arpresturinn í Vatnsfirði þjónar. 16. Svalbarðsþingaprestakall í N.-Þingeyjarprófastsdæmi, er séra Kristján Bjarnason þjónar sem settur prestur. 17. Prestsbakkaprestakall í Strandaprófastsdæmi og 18. Akureyrarprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi, en í tveim hinum síðastnefndu köllum hafa nú prestar verið kosnir, eins og áður er að vikið. Hin óveittu prestaköll eru því alls 18. Þar af eru þrjú, þar sem prestar verða skipaðir á næstu dögum. Tveim er þjónað af settum prestum. Eftir eru því 13 prestaköll, sem enn er þjónað af nágrannaprestum, og er það tveim fleira en síðast- liðið ár. En ég hefi góða von um, að í 1—2 þessara kalla fáist settir prestar mjög fljótlega, og verður þá tala hinna prests- lausu kalla söm og árið á undan. Vonandi verða óveittu prestaköllin færri á næsta ári. Á þessu sýnódusári hefir engin ný kirkja verið vígð. En haldið hefir verið áfram smíði Laugarneskirkju og Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Viðgerðir hafa farið fram á nokkrum kirkj- um. Má þar einkum nefna Bessastaðakirkju, er hlotið hefir mjög mikla og myndarlega viðgerð, sem nú er næstum lokið. Var þar eigi vanþörf á umbótum, því að kirkjan var mjög hrörleg orðin, eins og þeim prestum er bezt kunnugt, er hér voru staddir á sýnódus fyrir tveim árum og þá skoðuðu kirkj- una í boði forseta íslands.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.