Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 58

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 58
232 KIRKJURITIÐ Þess vegna vill Prestastefnan beina því til ríkisstjómarinn- ar og skipulagsnefndar prestssetra að koma í veg fyrir, að hin fornu sveitaprestssetur, sem enn em í ábúð prestanna, verði bútuð niður í smábýli, þótt slíkar ráðstafanir geti hinsvegar verið réttmætar á einstöku stöðum, né heldur að prestarnir verði sviptir umráðarétti prestssetranna.“ Prestastefnunni slitið. Prestastefnunni lauk um hádegi með því að biskup flutti kveðjuávarp til prestanna, en síðan var gengið í kapellu Há- skólans, þar sem biskup flutti bæn, en prestar sungu sálm á undan og eftir. Prestarnir sátu kvöldboð á heimili biskupshjónanna í góð- um fagnaði og við mikla rausn. ★ Aðalíundur Prestafélags Islands. Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn Tilhögun. í Háskólanuom miðvikudaginn 23. júní. Hann hófst með guðsþjónustu í kapellunni kl. 9.30 f. h. Séra Friðrik A. Friðriksson las Ritningarkafla og bað bænar, en sálmvers voru sungin á undan og eftir. Þá setti Asmundur Guðmundsson, formaður Prestafélagsins, fundinn og stjórnaði honum í nátíðasal Háskóians. Fundarritarar voru þeir séra Árni Sigurðsson, séra Guðmundur Sveinsson og séra Magnús Már Lárusson. í fundarlok, kl. 7,30 e. h., var aftur gengið í kapellu Háskól- ans til guðsþjónustu, og talaði þar séra Valdimar J. Eylands og bað bænar. Sálmar voru sungnir og að síðustu versið: „Son Guðs ertu með sanni.“ Fundurinn var einn hinn f jölsóttasti, sem verið Fundarsókn. hefir í Prestafélaginu. Sóttu hann vígslu- biskupar báðir, 4 kennarar guðfræðideildar, 13 prófastar, 46 prestar, 8 fyrrverandi prófastar og prestar og 2 guðfræðikandídatar, alls 75 andlegrar stéttar menn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.