Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 63

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 63
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA í FRAMHALDSSKÓLUM 237 Fyrir velvilja og skilning skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar varð það að samkomulagi, að síðastliðinn vet- ur kenndum við síra Pétur Sigurgeirsson sína 2 tímana á viku í hverri deild fyrri bekkjar miðskólans. Var skóla- stjóra og fræðsluráði Ijóst, að minni kennsla í kristnum fræðum næði ekki tilgangi. Við fórum með börnunum yfir eitt guðspjall samfellt, en í barnaskólanum höfðu þau lokið biblíusögum. Að guðspjallinu loknu byrjuðum við að fara yfir kirkjusögu Vald. Snævars. Varð ekki tími til að fara yfir þetta hvorttveggja, og varð þá kirkju- sagan á hakanum. Auk þess gengu fermingarbörnin til mín tvisvar í viku frá desemberbyrjun til aprílloka, og notaði ég við þá fræðslu kver síra Jakobs Jónssonar. Um það bil fimmti hluti fermingarbarnanna var úr Mennta- skólanum. Nutu þau því aðeins fermingarfræðslunnar. Nú eiga fjórir fimmtu hlutar þessara barna eftir eins vetrar nám til þess að Ijúka fræðsluskyldunni, en er ekki ætlað frekara nám í kristnum fræðum. Þau eru sem sagt útskrifuð og ekki ætlað meira. Þau börnin, sem ætla sér langskólaleiðina, fá heldur ekkert. Er ekki sjáanlegt, að fræðslumálastjórnin, né heldur fræðslulögin, ætli kristin- dómskennslu neitt rúm í skólunum, nema þennan eina tíma í 1. bekk miðskólanna.*) Að kristindómi voru gefnir 2 tímar á viku í 1. bekk miðskólans á Akureyri s. 1. vet- ur, var aðeins að þakka velvilja og skilningi skólastjórans. Eins og eg sagði fyrr, eru engar reglugerðir enn til um kennslufyrirkomulag þessara nýju skóla. Virðist því enn tími til að hafa áhrif á, hvernig þær verða. Og ekki stend- ur öðrum nær en okkur prestunum að leitast við að koma þar áhrifum að. Það sýnist liggja beint við, að kristindómur sé skyldu- námsgrein í báðum bekkjum miðskólanna, og ekki minna *) Námsskrá fyrir skóla gagnfræðastigsins er enn ósam- in, en þar mun kveðið á um tölu kennslustunda í kristnum fræðum. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.