Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 67

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 67
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA í HÚSMÆÐRASKÓLUM 241 Mér þótti einsætt, strax og þetta ákvæði var sett inn í húsmæðraskólalögin, að hefja kristindómsfræðslu í hús- mæðraskólanum að Laugalandi, enda voru á því hæg heimatökin fyrir mig, þar sem skólinn er svo að segja við bæjarvegginn hjá mér og ég kenndi þar nokkrar náms- greinar aðrar áður. Kemur þar fyrst og fremst til greina sú almenna ástæða, að menning vor hvílir þrátt fyrir allt svo mjög á kristnum hugmyndum, að það heyrir blátt áfram til almennri mennt- un, að vita eitthvað í þeim efnum. Enn í dag er kristindómurinn eitt af sterkustu öflunum, sem mótar einstaklingslífið og félagslífið, og þyrftu menn að gera sér það ljósara, hvað margt í löggjöf vorri og siðavitund á uppruna sinn að telja til hans. Þá væri síður hætt við þeirri hugsunarvillu, að vér gætum gjarnan kastað trú vorri, en menning sú, sem frá henni er runnin, haldi samt sem áður áfram að blómgast og dafna. Veröldin hefir fengið næga reynslu af því á síðustu tímum, að þær þjóðir, sem mest hafa amazt við kristnum trúar- og siðahugsjónum, hafa jafnframt verið erfiðastar í alþjóðaviðskiptum og beitt mestum yfirgangi og kúgun. En það, sem gildir um þjóðirnar í heild, gildir einnig um einstaklingana. Efling kristindómsins er því um leið efling þeirra siða- hugsjóna, er liggja til grundvallar fyrir þeim hugmyndum um frelsi, mannúð og mannréttindi, sem lýðræðisskipulag menningarríkja nútímans er byggt á. Og ef vér skoðum menntun eigi aðeins tileinkun einstakra þekkingaratriða, heldur eigi hún um leið að stuðla að alhliða menningar- þroska nemendanna, þá má enginn skóli við því að snið- ganga kristindóminn, því að hann er, skoðaður frá einni hlið: vísindin um lífið. önnur ástæðan og sú, sem hér kemur einkum til greina, er, að uppeldi kynslóðanna hvílir mjög á herðum mæðr- anna. Þær fylgja börnunum fyrstu sporin út í lífið og þeirra trúar- og siðahugsjónir eru það, sem fyrst koma 16

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.