Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 72

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 72
BÆKUR Víðförli. Tímarit um guðfræði og kirkjumál. Ritstjóri Sigurbjörn Einarsson, 2. árg. 1. hefti. „Helgafell“ sendir nú Kirkjuritinu þetta tímarit í fyrsta sinni. Ritstjórinn skrifar forystugrein um einingarviðleitni kirkj- unnar, og er þess full þörf. Hefir Kirkjuritið einnig rakið áður þátt úr þeirri sögu. í niðurlagi greinarinnar er vitnað í ummæli um það, að kirkja Vesturlanda flytji nú annan boð- skap en kirkja 19. aldar gerði, þ. e. boðskapinn um Jesú Krist hinn krossfesta og upprisna Drottin kirkjunnar. Þykja höfundi þetta merkileg orð og verð þess að hljóta áheyrn á íslandi. En ekki minnist ég, að prestar 19. aldar, sem ég þekki til, hafi hvikað frá boðskapnum um Drottin Krist, krossfestan og upprisinn. Sálmabókin 1886 er yfirleitt gott vitni í þessu máli. Niðurlagsorð greinarinnar eru þessi: „Togstreitan í kirkjumálum íslands, hið sérstaka „ökumen- iska“ vandamál vort, lifir eins og hver annar innyflasýkill í ónáttúrlegri innilokun og ómáttugleik til þess að koma frá sér trúarlega ómeltanlegum úrgangi myglaðra skólabóka." Séra Jóhann Hannesson skrifar um Anders prófessor Nygren og guðfræði hans. Tekur hann upp kafla úr bók hans: Eros og agape, og munu flestir lesendur lítt fylgjast með, enda vantar framhald á greininni. Séra Stefán Eggertsson ritar um búnað kirkna. Upphaf greinarinnar mun áður komið, en niðurlag vantar. Næst er fyrirlestur Kanaars læknis, sem fluttur var í útvarp síðast- liðinn vetur, og margir munu kannast við. Þá taka við 3 mjög læsilegar greinar, eftir Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfulltrúa, séra Þorstein Björnsson og séra Gunnar Jóhannesson. Ytri frágangur á ritinu er snotur og prófarkalestur mjög sæmilegur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.