Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 74

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 74
248 KIRKJURITIÐ ljósi sínu og síns tíma yfir skoðanir manna fyr á öldum og sýna, hvílíkir framúrskarandi vitleysingjar þeir hafi verið. Er þessi viðleitni næsta spaugileg. Auðvitað stenzt enginn höf. snúning í þessari viðureign. En þótt t. d. Ágústínus kirkju- faðir hafi ekki vitað það, sem prófessor Dungal veit, þá þarf hann ekki beinlínis að hafa verið kjáni fyrir því. Höf. fer, eins og vænta má, talsvert út í guðfræði, en aldrei vísar hann þar til íslenzkra heimildarmanna, og hefði hann þó mátt mikið læra af móðurbróður sínum. Út í þann hluta bókarinnar hefði helzt verið ástæða til að fara nánar og leið- rétta villurnar, sem úir og grúir af. En allar leiðréttingamar yrðu of löng skrá fyrir stuttan ritdóm, þær mundu verða heil bók. Ætla ég því að láta mér nægja, að grípa niður hér og þar af handa hófi. Bls. 238: „Jahve var .... algerlega miskunnarlaus." — Fjar- stæða, sem sanna má með fjölda tilvitnana í G. t. Sbr. t. d. Jes. 49, 15: Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Hós. 6, 6: Á miskunnsemi hefi ég þóknun en ekki á sláturfórn. Viðkvæði sálmanna um Jahve: Því að miskunn hans varir að eilífu. Bls. 239: „Verður þess ekki vart í Gamla testamentinu, að Gyðingar hafi talið neina ástæðu til, að hann (þ. e. Jahve) skifti sér af öðrum." — Ritspámenn G. t. kenna yfirleitt, að Jahve sé Guð allra þjóða. Sbr. t. d. Amos 9, 7: Eruð þér, ísraelsmenn, mér mætari en Blálendingar, segir Jahve. Hefi ég eigi flutt ísrael af Egiptalandi og Filista frá Kaftór og Sýrlendinga frá Kír. Míka 1, 11: Frá upprás sólar og allt. til niðurgöngu hennar er nafn mitt mikið meðal þjóðanna. Bls. 243: „Veit enginn maður enn í dag, hvort hann hefir heitið Jahve, Java, Jeveh, Jahvoh eða Jehova — Jú, menn vita það vel. Nafn hans var ýmist Jah eða Jahve. Jehova nafnið, sem sumir nota að vísu enn í dag, stafar af mislestri og mis- skilningi. Bls. 244: Undirstöðu Faríseaflokksins er ranglega lýst. Hann rís upp á Makkabeaöld gegn trúarofsókn Antíokkusar Epífanesar. Bls. 247 sbr. 259: „Jóhannesarguðspjall verður til öld eftir dauða Krists, en þó munu þrjú fyrstu guðspjöllin hið eina,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.