Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 78

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 78
252 KIRKJURITIÐ ágúst. Messuðu prestarnir í öllum kirkjum prestakallsins. Síðan var setið að umræðum og hinum bezta fagnaði í Laufási allt til kvölds. Var ráðið að halda áfram þess konar kynning- arfundum árlega í prófastsdæminu. Minningarguðsþjónusta var haldin í Haukadal 5. sept. Biskup prédikaði og minntist Ara prests hins fróða. Eru nú liðnar 8 aldir frá dauða hans. Séra Jóhann Hannesson kristniboði er nýfarinn héðan áleiðis til Kína. Heiðurssamsæti. Eftir messu að Lundarbrekku í Bárðardal 22. ágúst s. 1., efndi Lundarbrekku-söfnuður til myndarlegs samsætis til að heiðra sóknarprestinn, séra Þormóð Sigurðsson, og frú hans, Nönnu Jónsdóttur, í tilefni af 20 ára prestsskaparafmæli hans, sem jafnframt er 20 ára starfsafmæli hans í Þóroddsstaðar- prestakalli. Sigurður Baldursson, oddviti og forsöngvari, hafði orð fyrir safnaðarmönnum, þakkaði séra Þormóði hans drengi- legu og farsælu störf í þágu sóknar og byggðar og afhenti prestshjónunum gjöf, stóra og fagra ljósmynd af Aldeyjar- fossi í Skjálfandafljóti. Kári Tryggvason, kennari, flutti kvæði. Margir fluttu ræður. Séra Þormóður þakkaði hlýjum orðum. Tókst samsætið hið bezta og veitti viðstöddum eftirminnilega gleðistund. Séra Finnur Tulinius og frú hans, fra Strö á Norður-Sjálandi, hafa verið hér á ferð síðari hluta sumarsins. Hafa þau verið ágætir gestir, og mun koma þeirra stuðla að því að treysta böndin milli dönsku og íslenzku kirkjunnar. Alþjóða kirkjuþing var haldið í Amsterdam dagana 22. ág.—4. sept. Merkasta verk þess mun hafa verið stofnun alþjóða kirkjuráðs. Séra Jakob Jónsson sat þingið fyrir hönd þjóðkirkjunnar a íslandi og mun skýra nokkuð frá því í næsta hefti Kirkju- ritsins. Frásagnir um deildafundi Prestafélagsins og fund Prestafélags Hólastiftis og kirkjudag að Hólum, verða að bíða næsta heftis.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.