Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 14
180
KIRKJURITIÐ
Mestur kostnaður við skólann yrði sá að sjá honum
fyrir nægum kennslukröftum. Ég gjöri ekki ráð fyrir
borgun til vígslubiskupsins fyrir starfa hans að kennslu
og skólastjórn, en aðra kennslu yrði að greiða að meira
eða minna leyti. Og yrði það að vera aðalframlag þjóð-
kirkjunnar til skólans.
Síðastliðið haust átti ég tal við gamla skólastjórann frá
Sigtúnum, Manfred Björkquist, núverandi Stokkhólms-
biskup, um endurreisn Skálholts og kristilegan æskulýðs-
skóla þar. Hann á brennandi áhuga á því máli. Og það
munar vissulega um hanri, þar sem hann leggst á sveif-
Ef prestastétt Islands bindist nú einhuga samtökum um
það að reisa kirkjulegan skóla í Skálholti og hefja þann-
ig staðinn til þess vegs, sem honum ber og þjóðarheill
býður, þá megum við treysta mikilsverðri aðstoð þessa
ágæta skólamanns og kirkjuhöfðingja, sem mun vera með
mestu áhrifamönnum sinnar þjóðar.
Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessa framsöguræðu
lengri, en vil þó aðeins drepa á eitt enn að lokum. Sam-
eining prestastéttarinnar hefir ekki verið jafnmikil sem
skyldi undanfarin ár. Ég hygg, að okkur sé það mjög
hollt, ef við eignumst nú tvö baráttumál, sem við sam-
einumst allir um til sigurs: Annað er verndun starfs-
krafta kirkjunnar gegn löggjöf síðasta Alþingis. Hitt er
kristilegur og kirkjulegur skóli, er rísi í Skálholti.