Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 15

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 15
Aðalfundur Prestafélags íslands. Aðalfundur Prestafélags íslands á þessu ári ^Pphaf fundar. var haldinn 19. júní, og sóttu hann 50—60 andlegrar stéttar menn. Fyrst voru haldnar morgunbænir í kapellu Háskólans, og flytti þar ræðu elzti prestur þjónandi presta á íslandi, séra Jónmundur Halldórsson. Lagði hann höfuðáherzlu á það, að allir prestar efldu með sér samhug og bróðurlegt starf. Sálm- Ur var sunginn á undan og eftir. Að þessari guðsþjónustu lokinni gengu fundarmenn í hátíða- sal Háskólans. Þar setti formaður félagsins, Ásmundur Guð- ^undsson, prófessor, fundinn og tilnefndi þá fundarritara Bjöm V_agnússon prófessor, séra Hermann Gunnarsson og séra Krist- ^au Róbertsson. Formaður flutti ávarp. Hann minntist auk Ávarp annars á það, að nú léti dr. Bjami Jónsson f°rmanns. vígslubiskup af prestsembætti efir 41 árs starf, sem hann hefði unnið af þeirri alúð og atorku, að frábært væri og til fyrirmyndar. Vottaði hann séra ^jarna þakkir prestastéttarinnar og samfögnuð yfir starfi hans °S þeirri virðingu og vinsældum, sem honum hefði hlotnazt að Verðleikum, og bað Guð að blessa ávöxt verka hans, eins og allra þeirra, er unnið hefðu vel og trúlega. Hvatti hann fund- armenn til þess að vera bjartsýna og lífsglaða, því að með öðrum hætti yrði ekki boðað fagnaðarerindi Jesú Krists. Meðal annars komst hann svo að orði: »í guðspjöllunum getum við enn fundið djúpan og heitan f°gnuð Jesú Krists. Orð hans eru nefnd gleðiboðskapur. Hon- er yndi að því að skoða blóm vallarins og fuglana sveifla sfr léttum vængjum í loftinu. Hann sér Guðs ríki koma — riki kærleikans, og þekkir gleði himinsins yfir syndugum, sem ®tlr ráð sitt. Hann faðmar að sér bömin, fullviss þess, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.