Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 20

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 20
186 KIRKJURITIÐ það væru hin innri verðmæti, hinir innri fjársjóðir. Við gætum aldrei varið okkur, sjálfstæði okkar og frelsi, með sverði. Enn vofir ófriðarhættan yfir heiminum. Við höfum aftur hermenn í landi. Þeir eru að vísu hingað komnir samkvæmt óskum alls þorra Islendinga. En þetta minnir oss á ófriðarhættuna, hættuna á nýrri heimsstyrjöld. Það er ekki viturlegt að loka augunum fyrir hættunum- Vér íslendingar megum ekki láta undir höfuð leggjast að gjöra það, sem í voru valdi stendur, til þess að vera viðbúnir, ef hernaðarleg átök verða í landi voru. Til þess gæti t. d. komið, að allir þeir, sem í Reykjavík búa, verði að yfirgefa borgina fyrirvaralítið. Þá er ekki spurt um ástæður einstaklinga eða heimili. En það er margt hægt að gjöra til verndar lífi og eignum þjóðarinnar, ef vöku- menn eru þar á verði. En þótt til hernaðaraðgerða kæmi aldrei á Islandi, eru samt hættur yfir. Samt gæti það verið svo, að hin fá- menna þjóð, sem vér teljumst til, væri nú í meiri hsettu stödd en áður í sögunni. fsland, auður þess, landrými og ágæt skilyrði til lífs oS stórra framkvæmda dyljast ekki lengur neinni þjóð. Áhrif milljónaþjóðanna, góð og ill, ná nú betur til vor en nokkru sinni fyrr. Vér höfum ekki aðeins hættur að óttast frá þeim, sem vér kunnum að eiga að óvinum, heldur einnig frá vinum vorum. Gagnvart hvorutveggía þurfum vér að eiga sjálfstæði og festu. Ég er alveg sam- mála þeim, sem því halda fram, að innri verðmætin séu oss hin stærsta nauðsyn. Án þeirra erum vér ekki neitt. Vér getum aldrei sigraast á og ráðið yfir öðrum þjóðum með vopnum eða peningum — sem betur fer. En getum vér öðlazt innri fjársjóðu, þá blasa við gæfuleiðir. Hin dýrustu verðmæti andans eru þau, sem féllu mönn- unum í skaut, þegar Jesús Kristur kom til þeirra og fluth þeim opinberunina um Guð. Dýrmætasta og helgasta eign vor íslendinga er krist-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.