Kirkjuritið - 01.09.1951, Qupperneq 21
PRESTASTEFNAN 1951
187
]ndómurinn. Fyrir hann getur sá gróður vaxið í brjóst-
vorum, sem gjörir oss sterka, sanna, frjálsa.
Vér erum komnir á prestastefnu. Þá samkomu, sem
fer með mál kirkju og kristindóms í þessu landi. Kirkjan
er sú stofnun, sem varðveitt hefir um aldir dýrustu eign-
ina. Yður hefir verið falið heilagt hlutverk. Þér eruð
vökumenn og sáðmenn. Og nú er þér komið hingað til
þnss að ræða og íhuga þau mál, sem Islendinga varðar
mestu, þá býð ég yður hjartanlega velkomna. Ég vona,
að för yðar til þessa fundar verði giftuför, giftuför fyrir
yður sjálfa, söfnuði yðar, kirkjuna og þjóðina í heild.
% vil óska þess, að hún mætti verða til þess að auðga
Þjóð vora að þeim verðmætum, sem eru undirstaða að
lifi hennar og frelsi — gjöra kirkjuna að því bjargi, sem
^ygging íslenzks þjóðlífs verður að hvíla á í stormum og
hamslausum átökum stórveldanna um yfirráðin yfir þjóð-
Urn- heims.
Sennilega hafa leiðtogar kirkjunnar víðsvegar um heim-
mn aldrei verið jafn sammála og nú um það, að kristin
irkja þurfi að vera samhuga og samstillt í starfi. Þér
^tið, bræður mínir, að mér hefir verið eining íslenzku
mrkjunnar hjartans mál, þótt mér hafi ekki tekizt að
°ma því til vegar, sem ég óskaði í þeim efnum. Sagan
efir leitt í ljós, að sundrungarmennimir innan kristinnar
mrkju, hvar sem er í heiminum, voru óheillamenn þegar
Þe|r voru að tendra eld trúmálabaráttunnar. Ég hefi ekki
skilið það fullkomlega fyrr en s.l. vetur, er ég dvaldi um
Vlð í Bandáríkjunum og Canada, hversu sterk einingar-
Vlðleitni er innan fjölda kirkjudeilda þar og mér þykir
V0ent um að geta sagt yður frá því, að evangelisk-lút-
erska kirkjan vestra (the United Lutheran Churches of
merica) og hinn ágæti forseti hennar, Dr. Franklin Fry,
eru a meðal þeirra, sem þar eru í fararbroddi.
Eg vil enn benda á það, að styrkleiki og áhrif þjóð-
... iu Islands eru mjög undir því komin, að vér getum
ltxð a skoðanamuninn með umburðarlyndi og í kærleika