Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 23

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 23
189 PRESTASTEFNAN 1951 Vér þurfum í þeim skilningi að hafa uppeldisleg áhrif á ®skulýðinn. Margt barnið og æskumaðurinn er illa á vegi statt. Vér þurfum að hafa áhrif á allar stéttir þjóðfé- tagsins. Vér þurfum að finna nýjar og nýjar aðferðir til t>ess. Vér þurfum að styðja að öllum félagssamtökum °S Þjóðfélagsmálum, sem til heilla horfa, ganga í broddi farar þar, sem beðið er eftir mannúð og líkn. Ég hitti prest á ferð minni í Vesturheimi í vetur, sem er mér ímynd hins lifandi, starfandi þjóns í kirkju Krists. Hann sagðist vera prestur í 350 manna söfnuði. Mér þótti dalítið undarlegt, að hann fór strax að kvarta um tíma- leysi við mig. Hann sagðist eiginlega ekki geta misst n°kkra stund. — Ein kirkja og engin ferðalög. En mér gengur illa að fá tíma til svefns og hvíldar, sagði hann. Eg messa tvisvar á hverjum simnudegi. Messu fyrir unga fólkið á hverjum sunnudagsmorgni og svo auðvitað aðra ftiessu fyrir fullorðna fólkið. Auk þess hefi ég sunnudaga- skóla á hverjum sunnudegi, en þar hefi ég góða hjálp, mi]li 10 og 20 manns, karla og kvenna. Ég hefi leiðsögn °§ forystu á skemmtisamkomum, ég hefi söngæfingu 2svar til 3svar í viku. Ég kem daglega í barnaskólann. gef út safnaðarblað í hverri viku og fjölrita það sjálf- Ur_°g bý það til burtsendingar. Ég er með unga fólkinu a ^bróttaæfingum, þegar ég get því við komið. Ég verð °ft að tala á samkomum, sem haldnar eru í félögum inn- ari safnaðarins. Svo þarf ég á hverjum degi að koma á einhver af heimilunum. En þetta er yndislegt, sagði hann, °§ ekki gæti ég hugsað mér annað starf en að vera prestur. ^tér þykir vænt um, að til eru íslenzkir prestar, sem eru svo að segja hverja stund sem þeir vaka í starfi. En það er einnig, því miður, til mikið tómlæti og van- r®ksla. Það þarf að breytast. Kirkjan verður að komast með áhrif sín inn á sem allra flest svið þjóðlífsins. Ráðið 1 fress er ekki að fækka prestunum. Það þarf að fjölga Prestunum í margmenninu. Hvernig haldið þér, að einn Prestur komist yfir það sem gjöra þarf í 15—16000 manna

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.