Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 25

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 25
PRESTASTEFNAN 1951 191 ^eykjavík 1912 og embættisprófi í guðfræði við Háskóla ís- tands 1915. Vígður 12. september 1915 aðstoðarprestur séra Jóns Halldórssonar á Sauðanesi. Veitt Mývatnsþing 28. júní 1916, Laufás 28. júní 1924 og Mývatnsþing á ný 27. júní 1925. ■^nn 15. maí 1943 voru honum veittir Eydalir, en fór þangað eiSi og hélt Mývatnsþing til 1. júní 1944, er hann fékk lausn frá prestsstarfi og gerðist skólastjóri héraðsskólans að Laug- Urn í Reykjadal og gegndi því starfi til æviloka. Hann kvæntist 4. ágúst 1916 Kristínu Sigurðardóttur bónda 1 Pálsgerði í Dalsmynni, er lifir mann sinn. Eignuðust þau ^Jónin sex böm. Séra Hermann var ágætum gáfum gæddur og naut jafnan ftúkilla vinsælda og trausts meðal sóknarbarna sinna, enda raungóður og þeim hjálpsamur í hvívetna, ef á þurfti að halda. f^ulur í skaplyndi, en þó tilfinningaheitur og batt eigi ávallt bagga sína „sömu hnútum og samferðamenn“. Hann átti sæti 1 sálmabókarnefnd þjóðkirkjunnar frá 1940. Séra Einar Pálsson andaðist að Laugarbökkum í ölfusi hinn janúar s.l. Hann var fæddur að Glúmsstöðum í Fljótsdal Júlí 1868. Foreldrar hans voru Páll bóndi þar Jónsson og ^°ua hans Hróðný Einarsdóttir frá Brú á Jökuldal. Hann varð stúdent í Reykjavík 1890 og lauk embættisprófi vi® Prestaskólann 1892. Veittur Háls í Fnjóskadal 7. apríl 1893 og vígður 19. júlí það ár. Veittur Gaulverjabær 23. nóv. 1903 og Reykholt 8. maí 1908. Hann var sýslunefndarmaður * S-'Þingeyjarsýslu 1893—1904 og í Ámessýslu 1904—1908. orið 1930 fékk hann lausn frá prestsstörfum og var síðan Um skeið starfsmaður við Söfnunarsjóð Islands í Reykjavík. Hinn 27. júlí 1893 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Jó- °nnu Katrínu Kristjönu Eggertsdóttur Briem, og varð þeim sj° barna auðið. Séra Einar var greindur maður, hógvær og grandvar, góður °& trúr þjónn kirkjunnar, er hvarvetna ávann sér traust og Vlnáttu, sakir ljúfmennsku og drengskapar. Bið ég yður að rísa úr sætum, til að votta þessum mætu r®ðrum vomm virðingu og þökk, en ekkjum þeirra, böm- Um og ástvinum samúð og hlýhug. krír prestar, er jafnframt vom allir prófastar, hafa fengið a°sn frá störfum frá 1. júní þessa árs. Eru þeir:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.