Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 27

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 27
PRESTASTEFNAN 1951 193 Ur>ar Guðs, bið ég yður að votta þeim þakkir yðar og virðingu með því að rísa úr sætum. I hóp þjónandi presta hafa bætzt þrír ungir menn á árinu, þannig að tala prestanna er hin sama og síðastliðið vor, eða alls 101. Séra Gísli Halldórsson Kolbeins er fæddur í Flatey á Breiða- firði 30. maí 1926, sonur séra Halldórs E. Kolbeins, er þá var þar prestur og konu hans Láru Ágústu Ólafsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann á Akureyri vorið 1947 °g embættisprófi við Háskóla islands vorið 1950. Vígður 30. iúlí til Sauðlauksdals sem settur prestur og hefir gegnt því starfi síðan. Séra Kristján Róbertsson er fæddur að Hallgilsstöðum í ^njóskadal 29. apríl 1925. Foreldrar hans eru Róbert Bárðdal bóndi þar og kona hans Herborg Sigurðardóttir. Lauk stúdentsprófi úr menntaskóla Akureyrar 1947 og embættis- Prófi við Háskóla íslands vorið 1950. Vígður 30. júlí til Sval- þarðsþinga, sem settur prestur, og fékk veitingu fyrir því kalli frá 1. ágúst 1950. Hann er kvæntur Margrétu Ingólfs- dóttur. Séra Magnús Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 29. jan. ÍS25, sonur Guðmundar Magnússonar dyravarðar og konu hans ^elgu Jónsdóttur. Lauk stúdentsprófi úr menntaskólanum í ^■eykjavík 1945, og var síðan við nám í Svíþjóð og Noregi Urn hríð. Innritaðist í Guðfræðideild Háskólans 1947 og lauk þaðan embættisprófi vorið 1950. Vígður 30. júlí s. á. til ögur- þ'ftga sem settur prestur, og hefir nýlega verið skipaður sókn- arprestur þar. hessa ungu og efnilegu menn býð ég hjartanlega velkomna 1 starfið og áma þeim heilla og blessunar Guðs í hinu mikil- Væga starfi þeirra. Aðrar breytingar á embættisskipun innan kirkjunnar eru þessar: Séra Kristján Róbertsson var skipaður sóknarprestur í Sval- barðsþingum hinn 7. sept. 1950. Séra Óskar J. Þorláksson sóknarprestur á Siglufirði var skipaður sóknarprestur í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík tonn 28. maí 1951.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.