Kirkjuritið - 01.09.1951, Qupperneq 31
PRESTASTEFNAN 1951
197
n®stu árum, þá verður Alþingi að hækka þessar fjárveit-
ingar þegar á næsta ári mjög verulega. En hér er við ram-
an reip að draga og hörð samkeppni um það takmarkaða fé,
Sam ríkið ver til hinna ýmsu framkvæmda í landinu. Tel ég
því rétt, að hér á prestastefnunni verði samþykkt áskorun til
stjórnar og þings um að hækka verulega fjárveitingar til
byggingar á prestssetrum landsins og að prestamir reyni jafn-
tramt hver í sínu héraði að vekja athygli alþingismanna á
Því, hve þörfin er hér aðkallandi og brýn.
í þessu sambandi þykir mér einnig rétt að minnast á til-
ingur þær, er skipulagsnefnd prestssetra hefir borið fram
við kirkjumálaráðherra um byggingu útihúsa og ræktun á
sveitaprestssetrum landsins. Tel ég þar vera um mjög at-
hyglisverðar tillögur að ræða, sem rétt sé að prestamir taki
til athugunar. Gæti það og orðið málinu nokkur styrkur og
Sfeitt fyrir framkvæmd þess, ef prestastefnan lýsti yfir stuðn-
lngi sínum við það. Það er vissulega ekki vafa undirorpið, að
tullkomin nauðsyn er á því að skipuleggja þessar framkvæmd-
lr á prestssetrunum betur en nú er, ef nokkur vemlegur ár-
angur á að nást.
í*á vil ég skýra frá því, að á síðastliðnu sumri tókust samn-
lngar samkvæmt ályktun næstsíðustu prestastefnu við ríkis-
^tvarpið um það, að biskup hafi umsjón með messuflutningi
P^esta í Ríkisútvarpið. Á árinu 1950 prédikuðu samtals 20
Prestar í útvarpið og tala útvarpsmessna var samtals 73.
Almennur bænadagur þjóðkirkjunnar var haldinn sunnudag-
lnn 29. apríl s.l. Er þetta fyrsti almenni bænadagurinn, sem
tyrirskipaður hefir verið hér á landi um langt skeið. Þegar
^etta mál var rætt á síðustu prestastefnu, var, eins og þér
^hunið, valin nefnd til þess að gjöra tillögur um guðsþjón-
Ustuform fyrir daginn. Varð samkomulag milli mín og nefnd-
arinnar um það form guðsþjónustunnar, sem notað var þenna
dag, og sem bæði var sniðið fyrir venjulegar guðsþjónustur
°S einnig fyrir bænastundir í kirkjum, er leikmenn skyldu
annast, þar sem prestar eigi fengi komið við að halda guðs-
Pjónustu. Annars hafði nefndin samið annað og margbrotn-
ara messuform. Var flutt guðsþjónusta samkvæmt því í dóm-
lrkjunni á bænadaginn og útvarpað. önnuðust þeir séra Sig-
Urbjörn Einarsson prófessor og séra Garðar Þorsteinsson þá