Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 34

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 34
200 KIRKJURITIÐ til minningar um Jón Arason, hinn ástsæla biskup þeirra. Há- tiðina sótti biskup landsins, vígslubiskupar beggja hinna fornu biskupsdæma og fjöldi presta víðsvegar að af landinu. Fyrir hönd ríkisstjómarinnar mætti forsætisráðherra og utanríkis- málaráðherra, en kirkjumálaráðherra var þá erlendis. Las f°r' sætisráðherra bréf kirkjumálaráðherra til biskups, þar sem ákveðið er að flytja prestssetrið heim að Hólum svo fljótt sem því verður við komið. 4. Aðalfundur Prestafélagsins var haldinn í Reykjavík að venju og er honum nýlokið. Einnig héldu hinar ýmsu deildir Prestafélagsins hina árlegu fundi sína á síðastliðnu sumri. Kirkjumót voru háð, meðal annars í Rangárvallaprófastsdæmi og Snæfellsnessprófastsdæmi. Og K.F.U.M. hafði mót í Vatna- skógi. Af kirkjuþingum erlendis, þar sem íslenzka kirkjan átti fuU' trúa, vil ég nefna: 1. Stjórnarfundur Kirknasambands Norðurlanda, er haldinn var í Sigtúnum í Svíþjóð dagana 16. og 17. október s.l., Þar sem íslenzka kirkjan gerðist formlega aðili sambandsins. En um þátttöku íslenzku kirkjunnar í þessu sambandi var aJl- mikið rætt í sambandi við heimsókn kirkjufulltrúanna fra Norðurlöndum undir forystu Björkquists Stokkhólmsbiskups vorið 1950. Fyrir hönd kirkjunnar mætti á fundi þessum Ás- mundur Guðmundsson prófessor. 2. Kirkjufundur í Osló, er haldinn var í vetur til fram- haldsumræðna um nánara samstarf milli anglikönsku kirkj- unnar og Norðurlandakirknanna, en fundur um þetta efm hafði áður verið haldinn í Chichester í Englandi 1947. Af hálfu kirkjunnar hér mætti á fundinum séra Jakob Jónssom 3. Mót frjálslyndra guðfræðinga í Lundi í Svíþjóð dagmm 20.—25. júlí, og mætti þar af íslands hálfu séra Bjöm Magn' ússon prófessor. I þessu sambandi þykir mér rétt að skýra frá því, að is' lenzka kirkjan hefir á þessu ári verið formlega viðurkenndur aðili að Heimssambandi lútherskra kirkna (The Lutheran World Federation). Eins og þér munið sóttum við Ásmundur Guðmundsson prófessor Allsherjarþing lútherskra kirkna Lundi vorið 1947, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, og undirritaði ég þar fyrir hönd kirkjunnar stofnskrá Heimssambands luu1'

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.