Kirkjuritið - 01.09.1951, Qupperneq 37
PRESTASTEFNAN 1951
203
Einn þessara ungu manna, Bjöm H. Jónsson, hefir í hyggju
taka við setningu í Árnessprestakalli á Ströndum, en þar
hefir verið prestslaust um skeið; mun ég væntanlega vígja hann
hinn 8. júlí n.k.
Á síðustu árum hefir mjög fjölgað nemendum í guðfræði-
deildinni, þannig að nú má vænta þess, að á næstu árum verði
verulega ráðin bót á þeirri prestafæð, sem undanfarið hefir
mjög háð kirkjunni í starfi hennar. En jafnframt verður þá
einnig að vinna að því af fremsta megni að fá verulega bætt-
an húsakost á prestssetrunum, því mörg prestssetranna eru
nú svo illa hýst, að vonlítið eða vonlaust er að þangað fáist
Prestur, ef ekki verður úr bætt. Vænti ég í þeim málum stuðn-
ings yðar allra, því hér er vissulega sameiginlegra átaka þörf.
Skýrslu minni er lokið. Hún segir fátt eitt af því, sem starf-
að var, og mörgu sleppt, sem ástæða hefði verið að geta um.
Nýtt starfsár hefst. Gefi Guð að það verði dáðríkt ár og bless-
Unarríkt fyrir þjóð vora og kirkju.
Fundir voru síðan haldnir í hátíðasal Háskólans.
Aðalmál prestastefnunnar.
Aðalmál prestastefnunnar var prestakallaskipun landsins, og
höfðu þeir framsögu Ásmundur Guðmundsson prófessor og
Sara Sveinn Víkingur, en þeir eru báðir í skipulagsnefnd presta-
halla. Þeir skýrðu nokkuð frá störfum nefndarinnar og stefnu
S1nni í þessu máli. Að loknum erindum þeirra fóru fram um-
r®ður og nefndarkosning. Bar nefndin síðar fram tillögur
sínar.
Að lokum voru samþykktar þessar ályktanir í málinu:
1- Prestastefna íslands telur óráðlegt og óæskilegt, bæði
fyrir ríki og kirkju, að prestakallaskipun landsins sé gjör-
reytt, nema áður sé leitað rökstudds álits forráðamanna kirkj-
^nnar og sanngjamt tillit tekið til óska viðkomandi safnaða.
1Un telur, að hin nýju lög um prestakallaskipunina séu svo
liia undirbúin, að þau megi ekki koma til framkvæmda. Hún
teiur, að forn hefð um að viðkomandi söfnuðir ráði að mestu
s°knarskiptingu innan einstakra prestakalla eigi að ríkja
framvegis.
Jafnframt lýsir prestastefnan yfir því, að hún er andvíg
®kkun presta í landinu frá því sem nú er, enda slík fækkun