Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 40

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 40
206 KIRKJURITIÐ landsins eru svo illa hýst, að engin von er, að þangað fáist prestur, meðan svo stendur, enda mörg þeirra þegar verið prestslaus árum saman af þessum sökum. Siðgæði og þjóðleg menning. Með tilliti til dvalar erlends herliðs í landinu og þeirra cilvarlegu tíma, sem fram undan eru, beinir Prestastefna íslands 1951 þeirri áskorun til for- eldra, kennara og alls almennings, að standa trúlega á verði um móðurmálið og önnur þjóðleg verðmæti og efla hverja þá starfsemi og uppeldisráðstafanir, sem stuðla mega að heil- brigðu félagslífi og kristilegu siðgæði. Altarissakramentið. Prestastefnan beinir þeim tilmælum til forráðamanna allra kirkjulegra málgagna í landinu, að þau verði samtaka um það, nú þegar á þessu ári, að rita ræki- lega um altarissakramentið og hvetja almenning til þess að rækja það betur en verið hefir Morgunbænir. Biskupi falið að ræða um það við útvarps- ráð, að útvarpað verði morgunbænum daglega, um leið og morgundagskrá útvarpsins hefst. Fyrirlestrar. Tvö erindi voru flutt í Dómkirkjunni. Séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyi'i flutti hið fyrra, um spámenn Gamla- testamentisins, en séra Jakob Jónsson hið síðara, um samband anglíkönsku kirkjunnar og systurkirknanna á Norðurlöndum- Ferð til Strandarkirkju. Annan dag prestastefnunnar fóru prestar í boði biskups til Strandarkirkju og áttu þar hátíðlega stund. Sóknarpresturinn séra Helgi Sveinsson rakti í höfuðdráttum sögu kirkjunnar og séra Árelíus Níelsson bað bænar. Einnig voru sálmar sungnir. Á eftir var farið að Selfossi og neytt þar kvöldverðar í boði Reykjavíkurbæjar. Gestir á prestastefnunni. Þrír erlendir prestar voru gestir á prestastefnunni. En þeir voru Horst Schubrig prófastur frá Þýzkalandi og Moos pró- fastur og Ulsdal prestur frá Danmörku. Þeir fluttu kveðjur frá kirkjum landa sinna.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.