Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 50

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 50
216 KIRKJURITIÐ 7. gr. Biskup ræður tvo presta, aðstoðarpresta, til þess að gegna þjónustu í forföllum sóknarpresta um stundarsakir og til ann- arra starfa í þjónustu kirkjunnar, þar sem hann telur mesta þörf hverju sinni. Prestar þessir skulu hafa sömu laun og sókn- arprestar, en ferðakostnaður greiðist þeim samkvæmt reikn- ingi, er kirkjustjómin úrskurðar. 8. gr. Andvirði prestssetra þeirra, sem lögð verða niður samkvæmt lögum þessum, skal verja til húsbygginga og annarra endur- bóta á prestssetrum í viðkomandi prestaköllum. 9. gr. Nú vilja menn breyta skipun sókna eða takmörkun presta- kalla, leggja niður kirkju eða færa úr stað eða taka upp nýía kirkju, þar sem ákvæði 2. og 3. greinar eiga ekki við og skal það mál koma fyrir safnaðarfund, eða safnaðarfundi, ef flein en einn söfnuður eiga í hlut. Ef breytingin viðkemur aðeins einum söfnuði, ræður meiri hluti atkvæða á lögmætum safn- aðarfundi. Séu söfnuðir tveir, ræður meiri hluti atkvæða á báð- um fundum. Séu söfnuðir fleiri en tveir, ræður meiri hluti safnaðarfunda. Samþykki síðan héraðsfundur (eða héraðs- fundir, ef breytingin nær til fleiri en eins prófastsdæmis) til' lögumar, er kirkjustjóm rétt að staðfesta breytingamar. 10. gr. Nú er við breytingar þær, sem um ræðir í 7. gr., aðeins urn tilfærslu gjaldenda milli sókna að ræða, og kirkjur eru í báð- um sóknum, og skal þá sóknarkirkja sú, er nýja gjaldendur fær við sóknarbreytinguna, gjalda kirkju þeirrar sóknar, eJ gjaldendur missir, sem svarar 3ja ára lögboðnu sóknargjaW1 fyrir hvem gjaldanda. Upphæðin greiðist með jöfnum afborg' unum á næstu 5 ámm, en án vaxta. Nú er sókn skipt og tekin upp ný sókn, og kirkjubygg^ hafin, og skal þá kirkjumálaráðherra í samráði við biskup skipa þrjá menn til þess að meta skuldlausar eignir sóknar- kirkjunnar. Er kirkjunni síðan skylt að greiða vaxtalaust og með jöfnum afborgunum á næstu 5 ámm þann hluta eignanna, er hinni nýju sókn ber að tiltölu réttri við tölu gjaldenu í báðum sóknum, þegar skiptin fara fram, að frádregnu ára sóknargjaldi þeirra gjaldenda, er kirkjan missir við skip inguna.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.