Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 51

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 51
SKIPUN PRESTAKALLA 217 Þegar ný sókn er löglega upp tekin, er presti þess presta- ^alls, þar sem guðsþjónustuhús sóknarinnar er, skylt að syngja Þar messur án sérstaks endurgjalds. 11. gr. Þegar sóknarkirkja er lögð niður, skulu eignir hennar og andvirði renna til þeirrar kirkju eða þeirra kirkna, er sóknin hverfur til, og skiptast á milli þeirra í réttu hlutfalli við tölu þeirra gjaldenda, er hverri sókn bætist við niðurlagningu sóknarinnar. Nú eyðist kirkjusókn gjörsamlega af fólki, eða söfnuður er orðinn svo fámennur, að hann getur ekki haldið kirkju messu- f®rri, að dómi hlutaðeigandi sóknarprests og prófasts, og skal þá prófastur taka við sjóði kirkjunnar og umsjón hennar. Nirkjustjóm ákveður síðan, að fengnum tillögum héraðspró- fasts, hvort kirkjan skuli lögð niður. Ef svo verður, varðveit- ast andvirði hennar og sjóður í Hinum almenna kirkjusjóði. ^au heimili, sem eftir kynnu að vera í sókninni, skulu lögð til annarrar sóknar eða sókna eftir ákvörðun kirkjustjórnar. .Byggist sóknin á ný og sóknarmenn ákveða að endurreisa hirkju, skal veita henni sóknarréttindi að nýju og afhenda sjóð hinnar niðurlögðu kirkju. 12. gr. Kirkjustjórn hlutast til um, að þær breytingar á skipun Pnestakalla, sem að ofan eru ákveðnar, komist á, svo fljótt sem því verður við komið eftir gildistöku þessara laga. 13. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1952. Frá sama tíma eru Ur gildi numin: Lög nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla. Bög nr. 20, 2. júní 1917, um niðurlagningu Njarðvíkurkirkju °g sameiningu Keflavíkur- og Njarðvíkursókna. Lög nr. 27, 26. okt. 1917, um breytingu á 1. gr. laga nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla. •Lög nr. 36, 27. júní 1925, um skiptingu ísafjarðarprestakalls í tvö prestaköll. Lög nr. 37, 31. maí 1927, um breytingu á lögum nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla 1. gr. Lög nr. 19, 1. febr. 1936, um breytingu á lögum nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla. Lög nr. 63, 11. júní 1938, um breytingu á lögum nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla. 15

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.