Kirkjuritið - 01.09.1951, Qupperneq 68
234
KIRKJURITIÐ
leggur til (skólaprestaköll). Þar sem svo mörg börn eru, aö tvo
kennara þarf, er ætlazt til, að prestur gegni kennarastarfi, en ann-
ar sé skólastjóri. Ekki virtist ósanngjarnt, að kennsluskylda prests
væri nokkru minni á þeim stöðum en venjulegs kennara, þar sem
fólksfjöldi í því kalli mundi vera allmikill, og starf prestsins af þeim
sökum meira. I mjög fámennum prestaköllum gæti presturinn aftur
á móti séð um öll störf kennara.
Æskilegt væri, að fyrir því væri séð um leið og prestsseturshús
eru reist, að prestur geti tekið börn heim til sín á vetrum, þar
sem ætlazt er til að hann hafi kennslu á hendi.
Prestar, sem kennslu ættu að hafa jafnframt, mundu verða að
fá nokkurn sérstakan undirbúning í því skyni. Er gert ráð fyrir.
að þeir fullnægi þeim skilyrðum, sem lög um menntun kennara
setja þar um. Ef þessi ákvæði verða að lögum, leiðir af því, að ekki
munu aðrir sækja um skólaprestaköll en þeir, sem fúsir eru til
þess að taka að sér bæði störfin og hlutgengir eru til þess. Ekki
mundi prestur í sliku prestakalli heldur síðar geta afsaiað sér öðru
starfinu, en haldið hinu. Á sama hátt mætti yfirstjórn fræðslu-
málanna ekki heldur ráðstafa til frambúðar kennarastarfi á slíkurn
stöðum, þótt prestlaust yrði um sinn.
Skrifstofur fræðslumálastjóra og biskups hafa reiknað, hversu
mikið fé muni sparast á þessu fyrirkomulagi miðað við greiðslur
árið 1950, og er það alls kr. 158.665,62.
Um 7. gr.
Erlendis hefir það reynzt mjög hagkvæmt að hafa slíka aðstoðar-
presta; og hér á landi er þeirra alveg sérstök þörf vegna þess, hve
örðugt er hér viða sökum staðhátta að láta nágrannapresta gegna
þjónustu í prestslausum prestaköllum. Prestar þessir gætu einnig
starfað m. a. um skeið bæði við sjúkrahús og fangelsi.
Um 8. gr.
Slík ráðstöfun er sanngirnis- og réttlætismál.
Um 9. gr.
Greinin er tekin upp orðrétt að mestu úr lögum nr. 45, 16. nov.
1907.
Um 10. gr.
Ákvæði þessarar greinar eru sett til þess að auðvelda sóknar-
skiptingu þar sem hennar gerist þörf.
Um 11. gr.
Þess eru dæmi, að sóknir hafa gjöreyðzt að fólki, en í nokkrurn
sóknum öðrum er þegar svo komið vegna fólksfæðar, að eigi er
unnt að hafa þar starfandi sóknarnefndir og tekjur kirkju hrökkva
engan veginn fyrir óhjákvæmilegum gjöldum. Liggur þá beinast við.
að svo verði gjört, sem segir í greininni.
Um 12. gr. .
Nokkurar þessara breytinga munu geta komizt á umsvifalausn
Til annarra mun þurfa samþykki hlutaðeigandi presta. Fáist Þa°
ekki, verða þær að biða prestaskipta.