Kirkjuritið - 01.09.1951, Blaðsíða 70
Góðtemplarareglan 100 ára.
Á þessu sumri átti Alþjóðaregla Góðtemplara (I.O.G.T.)
aldarafmæli. Hún er stofnuð í borginni Utica í Bandaríkj-
unum í öndverðum júlímánuði 1851.
Telja má, að Góðtemplarareglan eigi sér tvennar rætur.
Annars vegar er hún sprottin upp af eldri reglufélögum,
er starfa eftir föstum formum og siðum, lokuð öðrum
en meðlimum sínum, hins vegar er hún runnin af almennri
bindindishreyfingu, er stefnir að því að vinna gegn nautn
áfengra drykkja.
Reglufélagsskapinn má aftur rekja langt aftur í aldir,
allt aftur til hinna fornu launhelga meðal Grikkja og jafn-
vel Egypta og sennilega líka til Essea og Rekabíta meðal
Hebrea. Bindindishreyfingin átti sér einnig stoð í þeim
fomu bræðralögum, en á seinni öldum gætir hennar mest
innan sumra kristinna sértrúarflokka, eins og meðal Kvek-
ara og Púrítananna brezku, sem tóku sér bólfestu á aust-
urströnd Norður-Ameríku. Úr hópi þeirra kom einnig
fram sá maður, sem talinn hefir verið faðir bindindis-
hreyfingar nútímans, dr. Benjamín Rush, læknir og mikils-
virtur forvígismaður í frelsisbaráttu Bandaríkjanna á síð-
ari helmingi 18. aldarinnar.
Fyrir áhrif hans óx bindindishreyfingunni mjög fylg*
í Bandaríkjunum fyrir og eftir næstsíðustu aldamót. Árið
1826 er svo komið, að stofnað er samband bindindisfé-
laga um alla Norður-Ameríku, fjölmennt og áhrifamikið.
Jarðvegurinn var þannig vel búinn undir stofnun Góð-
templarareglunnar, þar sem einnig höfðu blómgazt ýros
reglufélög í Bandaríkjunum næstu áratugina fyrir stofn-