Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 73

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 73
BÆNDUR ANDVÍGIR PRESTAFÆKKUN 239 Jón Jónsson bóndi, Hofi, Gunnar Guðbjartsson bóndi, Hjarðarfelli, Páll Jónsson bóndi, Skeggjastöðum, Björn Guðnason bóndi, Stóra-Sandfelli, Einar Halldórsson bóndi, Setbergi, Snæbjöm J. Thoroddsen bóndi, Kvígindisdal, Jón H. Fjalldal bóndi, Melgraseyri- AUmiklar umræður urðu um tillögima. Framsögumaður var fyrsti flutningsmaður, Bjarni á Laugarvatni, en auk hans töluðu þeir Páll Zóphóníasson alþm., Erlendur á Skíð- hakka, Pálmi Einarsson, Bjami í Vigur, séra Sveinbjörn Högnason, Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka, og Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi, sem hefir verið formað- Ur Stéttarsambands bænda frá stofnun þess og var end- urkosinn á Hólafundinum. Plestir voru ræðumenn meðmæltir tillögunni nema Páll Zóphóníasson, sem taldi fólksfækkun í sumum sveitum, hetri samgöngur o. s. frv. réttlæta einhverja fækkun Presta þar. Samþykkt þessarar tillögu og þær umræður, sem út henni urðu á fundi þessum, bera eindrægan vott um Þuð, að fulltrúar bændanna standa á móti fækkun prest- aíWa, hvar sem er í sveitum landsins. HEIÐURSSAMSÆTI. Samsæti var haldið á Siglufirði 8. júlí þeim séra Óskari J. horlákssyni og frú hans og þeim þökkuð ágæt störf. Jafnframt v°ru þeim gefnar veglegar gjafir. Annað samsæti var haldið þeim prófastshjónunum á Auð- kúlu um sama leyti, er séra Bjöm Stefánsson lætur nú af Prestsþjónustu þar eftir 30 ára starf. Var þess minnzt með Pakklæti og hlýjum hug. Og jafnframt rituðu allir viðstaddir Uridir áskorun til kirkjustjórnarinnar og Alþingis þess efnis, Auðkúluprestakall fái að halda sér og sínum presti, svo Sem verið hefir um aldaraðir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.