Kirkjuritið - 01.09.1951, Qupperneq 74
Samtíningur utan lands og innan.
Fyrir nokkrum árum fengu prestar því til leiðar komið,
að dagblöðin helguðu kirkju og kristindómi smávegis rúm
um hverja helgi. Skiptu nokkrir prestar með sér verkum °S
tóku að sér að rita þessar greinar fyrir blöðin, sem virtust
fús til að birta þær, ekki síður en annað, sem að þeim barst.
#
En þessir „kirkjudálkar" dagblaðanna urðu ekki langlífir-
Þeir féllu fljótlega niður. Hversvegna? Var það vegna ÞesS>
að blöðin neituðu að halda þeim áfram? Margir kunna að
halda það, því að ýmsir eru þeirrar skoðunar, að málgögn ver-
aldlega valdsins séu yfirleitt andvíg því að birta kristilegar
hugleiðingar og túlka hinn kirkjulega málstað.
#
Þessi var þó ekki ástæðan til þess, að kirkjudálkamir hættu.
Sökin mun hafa verið kirkjunnar, en ekki „pressunnar", og er
það að vissu leyti gott, þótt illt sé til afspurnar fyrir kenni-
lýðinn. Ástæðan mun hafa verið sú, að önnum kafnir klerkar
höfuðstaðarins og við, — værukærir og áhugalitlir bræður þeirra
úti um land — við gáfumst upp á þessum skrifum, og ÞaU
voru látin undir höfuð leggjast.
*
Nú eru þessi skrif að nokkru leyti hafin á nýjan leik, en
ekki mun kirkjan hafa átt þar upptökin. Dagblaðið Tíminn
hefir nú um misseris skeið birt á hverjum sunnudegi Þatt’
sem það nefnir „Vettvang kirkjunnar“. Tekur hann venjuleg3
kringum tvo dálka í blaðinu. Eru þar birtar hugleiðingur eftir
íslenzka presta eða þýddar greinar úr erlendum bókum ei5a
tímaritum. Auk þessa hefir Tíminn ósjaldan birt stólræður
presta við ýms tækifæri, og í fleiru hefir blaðið sýnt, að Þa°
er hlynnt kirkju og kristindómi. Mun þessi vinsamlega afstaða