Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 75

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 75
S AMTÍNIN GUR 241 blaðsins til málefna kirkjunnar ekki sízt vera að þakka Hall- dóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli, sem undanfarin ár hefir oft- ast unnið við Tímann. # í byggðarlagi einu í Sviss er mótmælendasöfnuður — fá- mennur — kringum 100 manns. En söfnuðurinn þurfti að eign- ast sína eigin kirkju, og áður en búið var að reikna út kostn- aðinn og útvega nægilegt fé, var byrjað að byggja. Þessvegna lenti söfnuðurinn í fjárþröng og byggingin strandaði á féleysi. En þá gerðist það, sem gerir þessa kirkjubyggingu í frásögur færandi. Kaþólikkar hlupu undir bakka og hjálpuðu mótmæl- endum til að fullgera kirkjuna. * Búnaðarmálastjóri spjallaði um heyskaparhorfur í útvarpið áður en slátturinn hófst í sumar. í erindi sínu vitnaði hann í tvo presta á Suðurlandi, sem hann taldi að væru til fyrir- myndar í búskapnum. Heyrt hefi ég, að prestur einn í Árnes- sýslu hafi átt bezta súgþurrkaða heyið, sem skoðað var á út- mánuðum 1950. Bendir þetta til, að enn séu allgóðir búmenn í Prestastétt, eins og löngum hefir verið. # Biblían hefir nú verið þýdd á 1055 tungumál, sem töluð eru af 95% af íbúum jarðarinnar. En fyrir æðimörgum er samt Biblían ennþá lokuð bók, því að einungis 40% af mannkyn- mu kann að lesa. # Á s.l. ári sendi sænskur læknir kæru á biskupinn Bo Gierts til heilbrigðisyfirvaldanna. Kæruefnið var barnalærdómsbók biskupsins — „Grundvöllurinn“. Taldi læknirinn, að í henni v®rU ýms ummæli í sambandi við sekt, ábyrgð og dóm, sem gætu verið hættuleg andlegri heilbrigði barnanna. Eftir all- langt vafstur komst málið til innanríkisráðuneytisins, sem skyldi kveða á um, hvað gera skyldi. Ráðuneytið taldi kæruna ^uað öllu ástæðulausa og vísaði málinu frá. • Ölafur Hansson menntaskólakennari ritaði um bókina „Guð- lnn> sem brást“ s.l. vetur. Þar segir svo: „Fólk 20. aldarinnar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.