Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 77

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 77
SAMTÍNINGUR 243 lætið í þjóðfélaginu er bara meðal, sem við notum“, segir hann. ..Kommúnismans bezta og mesta tækifæri er það, að mennimir hafa tapað trúnni á Guð, og kommúnisminn fyllir það tóm í sál mannsins, sem við það hefir myndazt. Kommúnisminn tek- Ur við þar, sem kirkjan hefir misst tökin.“ G. Br. Ferming í sjúkrahúsi. Frekar mun það sjaldgæft, að fermt sé á sjúkrahúsum, en það var gert á sjúkrahúsi Siglufjarðar 3. júní s.l. Stúlkan, sem fermd var, heitir Hanna Sólveig Þorláksdóttir og hefir verið sjúklingur á sjúkrahúsinu s.l. 5 ár, en þá varð hún fyrir mjög alvarlegum meiðslum í umferðarslysi. Sjúkrahúsið hefir því verið heimili hennar síðustu árin og hefir yfirhjúkrunarkonan, frk. Elísabet Erlendsdóttir, reynzt henni sem bezta móðir. ^egar bömin voru fermd í kirkjunni 6. maí s.l. vor, gat hún ekki verið þar með þeim, en ákveðið var, að hún skyldi fermd a sjúkrahúsinu nokkru síðar.. _ Fermingardagur Hönnu litlu var mikill og minnisstæður há- tiðisdagur á sjúkrahúsinu. Kirkjukórinn kom og söng við ferm- lnguna og altarisgönguna. Læknamir og hjúkrunarfólkið var viðstatt og allur bærinn fylgdist með þessum fermingardegi, engu síður en aðal-fermingardegi ársins. Hönnu bárust marg- ar gjafir, frá einstaklingum og félögum, sem vildu gera henni 'tuginn minnisstæðan. Fermingarsystkini hennar gáfu henni armbandsúr, skólastjóri og kennarar bamaskólans guítar, og fleiri góðar gjafir bámst henni, og vinar- og kærleikshugur Urnvafði hana þennan dag. Mér sjálfum er þessi fermingarathöfn mjög minnisstæð, því ^anna litla var síðasta barnið, er ég fermdi í Siglufirði af 30 börnum, er ég fermdi þar. Myndin, sem hér fylgir, var tekin á sjúkrahúsinu þennan uainnisstæða fermingardag.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.