Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 84
250
KIRKJURITIÐ
Mörg kristniboðsfélög, og þar á meðal norska kristniboðs-
félagið, hafa nú ákveðið að beina starfi sínu til Japan og koma
þar upp kristniboðsstöðvum. Þessi ákvörðun var tekin á árs-
þingi félagsins, er haldið var í Álasundi dagana 27. júní—■
1. júlí síðastliðinn.
Er nú þegar hafinn undirbúningur að kristniboðsstarfi í Jap-
an og munu aðalstöðvar félagsins verða í borginni Osaka, en
sú borg telur um 2 milljónir íbúa.
Kirkjur sameinast.
Fríkirkjur Kongregationalista og Presbyteriana ræða nú
möguleikann á sameining þessara kirkjudeilda í Bretlandi. Ein
slík einingarkirkja var nýlega vígð í Southampton.
Innlendar íréttir.
Séra Magnús Guðmundsson
hefir verið skipaður prestur í ögurþingum að afstaðinni lög-
mætri kosningu.
Björn H. Jónsson kandídat í guðfræði
hefir verið settur presur í Ámesi í Strandaprófastsdæmi-
Hann var vígður sunnudaginn 8. júlí.
Þórir Kr. Þórðarson guðfræðikandídat
fór í sumar til Vesturheims til náms í Gamla testamentis
fræðum.
Embættisprðf í guðfræði.
Þessir menn luku embættisprófi við guðfræðideild Háskól-
ans 29. maí síðastliðinn:
Bjöm H. Jónsson, n. einkimn betri, 134% stig,
Magnús Guðjónsson, I. einkunn, 164% st.
Þorbergur Kristjánsson, I. einkunn, 205% st.,
Þórir Kr. Þórðarson, I. einkunn, 194% st.
Séra Óskar J. Þorláksson
hefir verið kjörinn prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og
fengið veitingu fyrir embættinu frá 1. júní að telja.