Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 85

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 85
FRÉTTIR 251 Magnús Már Lárusson prófessor hefir undanfarin misseri unnið að könnun handrita í Lands- bókasafni og víðtækri rannsókn á bókmenntum siðaskiptaaldar. M. a. hefir það vakið mikla athygli, að hann hefir fundið skinn- blað úr Heiðarvígasögu, sem menn hugðu týnt öldum saman. Vísindaleg nákvæmni og skarpskyggni Magnúsar prófessors má teljast frábær á þessu sviði. Prestskosning. Séra Kristinn Róbertsson var kjörinn lögmætri kosningu prestur á Siglufirði sunnudaginn 12. ágúst. Hefir hann nú fengið veitingu fyrir prestakallinu. MinningarguSsþjónusta f Saurbæ. Sunnudaginn 26. ágúst var haldin hátíðarguðsþjónusta í Saurbæ til minningar um komu HaUgríms Péturssonar þangað fyrir þremur öldum. Biskup þjónaði fyrir altari og flutti ávarp, séra Sigurjón prófastur Guðjónsson prédikaði og dr. Sigurður Nordal prófessor hélt ræðu. Ávarp biskups er prentað í Kirkju- blaði. Kirkjuvígsla. Sunnudaginn 9. sept. vígði biskupinn Búðakirkju á SnæfeUs- nesi að viðstöddu f jölmenni. Magnús Guðjónsson guðfræðikandídat hefir hlotið styrk til þess að kynnast kirkjulífi Finna, menn- ingu þeirra og sögu. Fór hann utan í lok septembermánaðar. Skálholtshátíð. Svo sem undanfarin sumur var haldin hátíð í Skálholti á Þessu sumri nálægt Þorláksmessu, sunnudaginn 22. júlí. Hófst hún með guðsþjónustu. Biskup og vígslubiskup Skálholtsbisk- uPsdæmis þjónuðu fyrir altari, en vígslubiskup Hólastiftis pré- dikaði. Eftir messu hófst útisamkoma, er formaður Skálholts- félagsins byrjaði með ávarpi. Þá flutti Þorleifur Bjarnason kennari snjallt og veigamikið erindi um Skálholt. Séra Helgi Sveinsson flutti fögur ljóð, er hann hafði ort, Sigurður Skúla- son magister talaði um Skálholtsstað og leikþáttur var sýndur. Nm söng og hljóðfæraslátt önnuðust Þjóðkórinn og Lúðrasveit Reykjavíkur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.