Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 14
4
KIRKJURITIÐ
Fyrir hálfri öld hófst ungmennafélagshreyfingin hér á landi
og barst ört út á næstu árum bæði um kaupstaði og sveitir. Þá
snart nýr andvari vors og sumars hjörtu æskumannanna. Hrifn-
ing fór eldi um hugina líkt og á tímum Fjölnismanna, Jóns
Sigurðssonar og fylgjenda hans. Ættjarðarástin brann þeim í
brjósti og heilög hugsjón blasti við. „íslandi allt“ var kjörorð
þeirra. íslandi vildu þeir lifa og deyja.
Fyrir nokkru átti ég viðtal við einn þessara manna. Hann
sagði: Já, þá spurði ungu mennirnir: Hvað getum við gjört
fyrir ísland? Nú spyrja þeir: Hvað getur landið gjört fyrir mig?
Nú eru nautnir og skemmtanir efstar í hugum margra.
Þá lifði orðið „hugsjón" á tungu og í sál æskumannanna.
Nú heyrist það varla nefnt á nafn. Svipað má segja um orðið
frelsi, sem eitt sinn táknaði það, er mönnum var helgast og þeir
þráðu mest. Nú er spurt: Hvar á ég að velja mér stöðu í stjórn-
málaflokki til þess að liafa sem mest gagn af? Eða hvað vill
flokkur minn, að ég gjöri? Ég fellst á skoðanir hans og fylgi þeim,
a. m. k. læt ég ekki annað í ljósi. Þeir eru ófáir, sem selja frum-
burðarrétt sinn fyrir baunaskammt eins og Esaú forðum. Þeim
gleymist það, að sannleikurinn einn gjörir mennina frjálsa, en
án lians glata þeir dvrustu eign sinni:
Einn spyr, livað rétt sé,
einn um haguaðinn.
Annar er frjáls maður.
Þræll er hinn.
Þó hæfir ekki, að eldri kynslóðin felli þungan dóm yfir hinni
yngri, nema hún kveði hann jafnframt upp yfir sjálfri sér.
Því að hvernig höfum vér hin eldri búið í haginn fyrir yngri
kynslóðina?
Og skortir ekki báðar meira og minna það, er mestu varðar:
öruggan áttavita siðgæðisins á vandrataðri hættuleið, sem fram-
undan er?
Vér megum ekki villast út á alls konar refilstigu ófarnaðar,
heldur þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrir sett — af
Guði.