Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 36
26 KIRKJURITIÐ ur, sem verða í kirkjunum á hverju kvökli í heila viku á hverj- um stað, meðan á þessu stendur. Þessi boðun fagnaðarerindisins mun ná yfir öll Bandaríkin og Kanada, og er þegar mikill undir- búningur hafinn. Að sjálfsögðu verða það ekki einungis prest- arnir, sem fara í slíkar heimsóknir á heimilin, heldur leikmenn. Er það einnig táknrænt fyrir alla starfsemi Kirkjufélagsins, hve leikmenn ber þar liátt. Á þinginu voru prestarnir skiljanlega ekki nema örlítið brot fulltrúannna og höfðu engin meiri réttindi. Að vísu er til prestafélag innan Kirkjufélagsins, og hélt það fund, á meðan á þingtíma stóð, en ekkert mál Kirkjufélagsins er sérstakt einkamál prestanna, svo að fundur þessi stóð ekki nema rétta klukkustund. Skiljanlega var töluvert mikið rætt um fjármál á þessu kirkju- þingi, þar sem hér er um fríkirkju að ræða. Er fjárhagur Kirkju- félagsins sæmilegur. En alls fjár er safnað með frjálsum fram- lögum í þeim skilningi, að hver maður hafi lilotið frá Guði sína „talentu“, sem honum beri svo að standa skil á aftur, að liann sé ráðsmaður Guðs hér á jörðu, sem þess vegna beri að færa Guði hluta af þeim ávöxtum, sem lionum falla í skaut hér. Enskan var hið ríkjandi tungumál á þinginu, enda er orðið svo, að í kirkjum íslendinga fara guðsþjónustur flestar fram á ensku, en einstaka söfnuðir liafa jafn margar messur á ensku og íslenzku. Yngsta kynslóðin er að hverfa algjörlega að ensk- unni, og verður kirkjan að ná til hennar á því máli. Eitt þing- kvöld var þó algjörlega helgað íslenzkunni og sambandinu við heimalandið. Þar flutti séra Bragi Friðriksson messu á íslenzku, séra Eiríkur Brynjólfsson, fyrrum prestur á Útskáhim, talaði um sambandið milli Kirkjufélagsins annars vegar og íslenzku þjóð- kirkjunnar hins vegar. Lagði hann áherzlu á það, að báðir mættu nokkuð af hinum læra. Þá flutti séra Ólafur Skúlason erindi um endurreisn Skálholts. Sýndu menn undir fundarlokin áhuga sinn á því máli, með því að láta fé af hendi rakna til endurreisnar- innar. Á afmælisþingi þessu var bæði liorft til baka og leitazt við að sjá fram í tímann, auk þess sem nútíðin var rædd. Öll starfsemi þingsins einkenndist annars af áhuga og trausti á framtíð Kirkju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.