Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 22
12 KIRKJURITIÐ Nú fór fyrst að vandast málið. Ég stóð höggdofa og sagði hvorki já né nei. Þá brosti móðir mín og sagði: „Heldurðu, að mér sé alvara? Nei, eigðu hana sjálfur og farðu með hana eins og þú vilt. Ef ég þekki þig rétt, drengur minn, verður annað þér fyrr að falli en fégirndin. En týndu nú samt ekki spesíunni þinni, ef þú átt að fá að geyma hana.“ Næsta morgun fór ég snemma á fætur, og enn var svo mikið nýjabrumið á spesíunni, að ég signdi mig með henni í lófanum. Móðir mín tók eftir því og sýndist mér hún glotta, en ekkert sagði hún. Um kvöldið vantaði bæði alilömbin, Skarf og Kolu, og var ég sendur á næsta bæ að spyrja eftir þeim. Ég fór og fann lömbin á miðri leið milli bæjanna og sneri með þau heimleiðis. í því sé ég, hvar kerling kemur, töturleg og fót- gangandi, á móti mér. Ég ætlaði fyrst að verða smeykur, en í sama bili þekkti ég hvers kyns var. Þar var komin Solveig gamla fóstra mín. Hún liafði verið gustukakona hjá foreldrum mínum þangað til ég var sex vetra, en verið síðan „sjálfrar sín“ hér og þar, örsnauð og uppgefin. Solveig var lítil \-exti, svört á brún og brá, móleit sýnum, tuggði mikið tóbak, góðmannleg á svip og þó forneskjuleg, töturlega klædd og mótlætisleg. Hún hafði liaft á mér mikla elsku, en ég sjaldan þýðst hana vel, nema þegar mér var kalt. Þá hafði ég verið vanur að flýja inn til hennar og kalla við stigann: „Donvei, mé e kalt.“ En einkum varð „Donvei“ mér ógleymanleg fyrir sögurnar, sem hún sagði mér. Flestar, ef ekki allar, drauga — álfa — og afturgöngusögurnar, sem íslenzk börn kunna, liafði Solveig sagt mér og innrætt svo vel, að þær entust mér í vöku og svefni alla mína æskutíð út. „Fyrir sínar leiðu sögur varð hún að fara úr mínum húsum, auminginn," sagði móðir mín. En nú er að segja frá fundi okkar og spesíunni. Óðara og hún hafði þekkt mig, vafði hún mig að sér og kyssti mig í krók og kring (sem mér reyndar ekki var mikið um.) Síðan flýtti liún sér að leysa frá skjóðunni og fara að tala:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.