Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 38
Mtllaka íslands í alþjóðlegu æskulýðsmóti í Kaupmannahöfn dagana 22.—24. ágúst 1955. STUTT SKÝRSLA Dagana 22.-24. ágúst var haldið í Kaupmannahöfn alþjóðlegt æskulýðsmót á vegum Alþjóða vinahreyfingarinnar (World Fri- endship Federation). Alls tóku þátt í mótinu hátt á fjórða hundr- að unglinga á aldrinum 14—18 ára frá 18 löndum í Evrópu og Ameríku. Alþjóða vinahreyfingin var upphaflega stofnuð fyrir stríð, en á stríðsárunum lá auðvitað allt starf hennar niðri. Að styrjöld- inni lokinni hófst það aftur af miklum krafti. Eru nú starfandi félagsdeildir í ýmsum löndum, en fjölmennastar eru deildirnar í Danmörku og Englandi. Formaður hreyfingarinnar er Wales- búi, Short að nafni, en aðalstöðvar hennar eru í Kaupmannahöfn. Tilgangur Alþjóða vinahreyfingarinnar er, eins og nafnið bend- ir til, að stuðla að og auka vináttu og skilning þjóða í milli. Hyggst hún bezt ná því marki með því að auka kynni þjóða í milli og gefa sem flestum einstaklingum tækifæri til að kynn- ast öðrum þjóðum af eigin raun. Þetta starf hefir einkum ver- ið tvíþætt: Haldin hafa verið nokkur mót, þar sem unglingar frá mörgum löndum hafa kornið saman til umræðna um sam- eiginleg áhugamál. Þetta mót í Kaupmannahöfn er hið stærsta slíkra móta. Ennfremur hefir verið komið á skiptiheimsóknum unglinga. Hefir þeim verið hagað þannig, að unglingar frá einu landi hafa farið í heimsókn til annars lands, dvalið þar nokkurn tíma, búið á heimilum jafnaldra sinna og fengið tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Að ári hafa þeir svo tekið á móti fyrri gestgjöfum sínum í heimsókn. Þannig liefir hreyfingin stuðlað að víðtækum ferðalögum æskufólks með litlum tilkostnaði. Hafa þessar skiptiheimsóknir gefizt mjög vel og orðið vinsælar víða um lönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.