Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 38
Mtllaka íslands í alþjóðlegu æskulýðsmóti í Kaupmannahöfn dagana 22.—24. ágúst 1955. STUTT SKÝRSLA Dagana 22.-24. ágúst var haldið í Kaupmannahöfn alþjóðlegt æskulýðsmót á vegum Alþjóða vinahreyfingarinnar (World Fri- endship Federation). Alls tóku þátt í mótinu hátt á fjórða hundr- að unglinga á aldrinum 14—18 ára frá 18 löndum í Evrópu og Ameríku. Alþjóða vinahreyfingin var upphaflega stofnuð fyrir stríð, en á stríðsárunum lá auðvitað allt starf hennar niðri. Að styrjöld- inni lokinni hófst það aftur af miklum krafti. Eru nú starfandi félagsdeildir í ýmsum löndum, en fjölmennastar eru deildirnar í Danmörku og Englandi. Formaður hreyfingarinnar er Wales- búi, Short að nafni, en aðalstöðvar hennar eru í Kaupmannahöfn. Tilgangur Alþjóða vinahreyfingarinnar er, eins og nafnið bend- ir til, að stuðla að og auka vináttu og skilning þjóða í milli. Hyggst hún bezt ná því marki með því að auka kynni þjóða í milli og gefa sem flestum einstaklingum tækifæri til að kynn- ast öðrum þjóðum af eigin raun. Þetta starf hefir einkum ver- ið tvíþætt: Haldin hafa verið nokkur mót, þar sem unglingar frá mörgum löndum hafa kornið saman til umræðna um sam- eiginleg áhugamál. Þetta mót í Kaupmannahöfn er hið stærsta slíkra móta. Ennfremur hefir verið komið á skiptiheimsóknum unglinga. Hefir þeim verið hagað þannig, að unglingar frá einu landi hafa farið í heimsókn til annars lands, dvalið þar nokkurn tíma, búið á heimilum jafnaldra sinna og fengið tækifæri til að kynnast landi og þjóð. Að ári hafa þeir svo tekið á móti fyrri gestgjöfum sínum í heimsókn. Þannig liefir hreyfingin stuðlað að víðtækum ferðalögum æskufólks með litlum tilkostnaði. Hafa þessar skiptiheimsóknir gefizt mjög vel og orðið vinsælar víða um lönd.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.