Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 19
/
Uiistfóraskipíi
Eins og lesendur Kirkjuritsins sjá, er nafn mitt ekki lengur á
forsíðu þess. En ekki mega þeir halda, að það stafi af neinu
nnssætti milli okkar ritstjóranna né af óánægju frá minni lilið
með ritið eða starfið, heldur liggja til þessa eðlileg og einföld
rök.
Þegar dr. Ásmundur Guðmundsson tók við biskupsembætt-
lnu> Mutu störf hans að aukast svo, að honum væri ókleift að
hafa einn með höndum ritstjórn Kirkjuritsins, sérstaklega þar
sem útgáfu þess var breytt þannig, að starfið jókst til muna.
Hann sneri sér þá til mín, sem verið hafði áður ritstjóri með
honum um margra ára bil, og var ekki sérstaklega bundinn þá
ákveðnu starfi. Gekk ég þá í þetta verk til. bráðabirgða, m. a. trl
þess að koma ritinu í sinn nýja farveg, eitt hefti á mánuði tíu
mánuði á ári. Þótti mér sem nauðsynlegt væri, að ritið kæmist
raunverulega til kaupenda í réttum mánuði. Mun og flestum
sýnast svo, að þetta sé ekki mikill vandi og er það vafalaust
okki heldur, en gaman væri fyrir menn að reyna það.
begar áranginum var lokið, vildi ég losna, enda var ég þá
n gei^ega að færast í kaf í annað starf. En einhvern veginn dróst
þetta svo, að ég hefi nú lokið öðrum árganginum, en við sívax-
andi örðugleika. Má líka sjá það af því, að ég hefi lítið getað
s rifað í ritið upp á síðkastið, og það hefir ekki alltaf náð áætlun.
Nú ^efir svo til tekizt, að nýr ritstjóri hefir fengizt með biskupi,
svo a® ég get losnað. Vil ég þá nota tækifærið til þess að þakka
samvinnuna við ritstjóra, prentsmiðju og aðra, sem hafa unnið
»ieð mér þennan tíma, og óska ritinu alls velfarnaðar í framtíð-
10111' ®er ég hið bezta traust til hins nýja ritstjóra, séra Gunnars
. rnasonar, bæði um ritstjórn og framkvæmd alla, svo sem vera
þarf.