Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 21
FYRSTA SPESÍAN MÍN Eg átti spesíu, heila, bjarta, beinharða silfurspesíu, sem hann Johnsen stakk í vasa minn, þegar hann kvaddi mig um morgun- 11111! Ég átti spesíu, krakkinn á níunda árinu, sem aldrei hafði att né eignazt einn einasta silfurpening! »Mamma, sérðu! Eg kem honum varla fyrir í vestisvasanum, hann er svo stór. Og líttu á manninn á honum.“ Móðir mín var nærri því eins fegin og ég og skoðaði spesíuna 1 krók og kring. „Þetta er kóngurinn," sagði hún, og datt mér 1 hug, að það væri Ólafur kóngur Tryggvason, og hélt þeirri 'neiningu, meðan ég átti peninginn. Þegar við börnin og móðir mín vorum búin að skoða hann svona stundarkorn, bað móðir mín mig að finna sig fram í stofu °g segir þar við mig: >,Hvað viltu nú kaupa fyrir spesíuna þína?“ „Eg timi ekkert að kaupa fyrir hana,“ sagði ég. Hún fór þá að telja upp alls konar gripi og gersemar: hnakk, lest, lamb, skatthol, húfu, kistil, kóngsríki og ég man ekki hvað. En ég stóð á meðan og horfði þegjandi á minn nýja augastein, spesíuna. Loksins segi ég: ”Eg þori ekki að kaupa neitt, svo að ég þurfi ekki að farga henni.“ Þá segir móðir mín: „Lánaðu mér hana, elskan mín, þú veizt að mig vantar svo niaigt. Eg get ekki einu sinni klætt ykkur, því að mig vantar e nið í fötin. Og svo verðið þið að fara til kirkju til skiptis vegna fataleysis. Tímirðu ekki að gera þetta?“

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.