Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 23
FYRSTA SPESÍAN MÍN 13 „En hvað þú ert orðinn stór, elskan mín! Lof mér að sjá bless- uð augun og stóra nefið! Nii segirðu ekki lengur: Donvei. — Nú á Donvei bágt, nú fór hún fyrir neðan í Skógum. Hvernig gat ég litið upp á börnin og geta ekki stungið upp í þau sykur- mola? Já, bágt á hún Donvei þín, elskan mín, hún hefir nú ekki smakkað tóbakslauf í hálfan mánuð.“ í þessurn tón hélt Solveig áfram að rausa, þar sem við sátum a þúfu milli tveggja hrísrunna. Það var fagurt sumarkvöld. Fjörð- urinn fyrir neðan okkur speglaði í sér skógi vaxin fjöllin með solgyllta tindana, og í kringum okkur sungu skógarþrestirnir í sífellu. En hvort sem það voru nú áhrif kvöldfegurðarinnar eða meðaumkun mín, eða hvort tveggja þetta, sem á mig fékk, þá er ekki að orðlengja það, að ég tók upp spesíuna og gaf Solveigu, sem greip við henni með gleðitárum og sagði: „Þú gefur silfur, en Guð borgar fyrir Solveigu í gulli.“ Að því búnu skildum við, hún hélt sinnar leiðar og er úr sögunni, en ég heim með lömbin. Þegar ég kom á hlaðið, mætti ég móður minni. Ég heilsaði henni, og hefir hún víst þótzt sjá einhver missmíði á svip mín- um, enda bjó ég yfir þungum efa um það, hvernig foreldrar mín- 11 mundu taka upp fyrir mér tiltækið með spesíuna. „Hefir þú nú týnt peningnum þínum?“ spurði móðir mín. „Nei, mamma,“ sagði ég og lagði hendur um háls henni. „Ég mœtti henni Solveigu gömlu og gaf henni hana.“ ”Þú ert vænn drengur," sagði móðir mín og kyssti mig fast- an kross- Leit ég þá upp á hana bæði hróðugur og auðmjúkur °g aldrei sá ég móður mína með ánægjulegra og undir eins göfug- Jegra yfirbragði cn þetta sinn. Matthías Jochumsson. Þjóðólfur, 31. ór 11. tbl. (30. apríl 1879).

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.