Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 24
PljSTLAR
Hefir heimurinn snúið
haki við kirkju
og kristindómi?
Þetta virðist allútbreidd skoðun hér á landi. Hún er dregin
af umhugsun um slæma kirkjusókn a. m. k. víðast hvar, og vax-
andi fákunnáttu í kristnum fræðum. En ég minni aðeins á tvö
atriði, sem vert er að hugsa um í þessu sambandi.
í fyrsta lagi hefir kristindómurinn ekki náð nema til minni
hluta mannkynsins enn í dag. Og þrátt fyrir allt er hann í stöðugri
sókn út á við. Kristniboð er starfandi í þremur álfum, þar sem
önnur trúarbrögð eiga margfalt fleiri áhangendur. En svo virð-
ist sem kristindómurinn muni þegar hafa haft þar mikil áhrif
og eiga þar mikla framtíð. Hinir miklu þjóðleiðtogar Indverja
Gandhi og Nehru eru meira og minna kristilega mótaðir, dæmi
þess hvernig súrdeigið sýrir allt brauðið. Kristinna áhrifa gætir
meir og meir í Japan, að því er kunnugir telja. Er þó næsta ólík-
Iegt, að hernám og herseta vestrænna þjóða hafi mikið bætt fyr-
ir honum að vissu leyti. Ekki er heldur annað að heyra, en að
kirkjuleg starfsemi eigi sér enn stað í Kína og fari fremur vax-
andi en minnkandi, þótt stjórnarvöldin muni ekki hlaða neitt
undir hana.
Mörgum er kunnugt um kristniboðsstarfið í Afríku, bæði sak-
ir heimsfrægrar starfsemi Alberts Schweitzers, sem nú er ný-
komin merk bók um á íslenzku eftir próf. Sigurbjörn Einarsson,
— og eins af bréfum Felix Ólafssonar kristniboða, sem birzt hafa
í Bjarma. Við lestur þessara frásagna er ekki ólíklegt, að einhverj-
um verði Ijósara en ella, að kristindómurinn á erindi inn í heim-