Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 28
18
KIRKJURITIÐ
bæn sinni, er frelsarinn birtizt honum. Og frá þeirri stundu fór
páfanum batnandi. Mér hefir skilizt, að flestir taki þessari fregn
sem sjálfsagðri helgisögn. En þá er langt komið frá uppruna
kristninnar, ef svo væri komið hér í landi, að flestir kynnu að
halda, að Kristur geti ekki birzt, ef það er vilji hans. Upprisa
Krists er hornsteinn kirkjunnar. Og eins og í frumkristni hafa
verið til menn á öllum öldum, sem stórvirki hafa unnið á akri
kristninnar í krafti þeirrar vissu, að þeir hafi séð hinn upprisna
eða svo að segja þreifað á nálægð hans. Tvö dæmi aðeins frá
þessari öld. Sadhu Sundar Sing varð heimsfrægur vegna þess,
að hann fetaði manna bezt í fótspor Drottins, eftir að hafa séð
hann í sýn.
Aðeins einum íslendingi hefir að því er ég veit bezt verið reizt
myndastytta, meðan hann er enn lífs í höfuðstað landsins. Séra
Friðriki Friðrikssyni. í fyrsta bindi ævisögu hans „Undirbún-
ingsárunum“ geta menn lesið um það á bls. 155, hvað olli þátta-
skilum í lífi hans, gerði hann að þeim manni, sem hann varð og
varð uppspretta ævistarfs hans. Drottinn vitjaði hans. Þess vegna
sakna ég þess, að ekkert Kriststákn er á styttunni.
í þessu sambandi vil ég geta þess, að franska tímaritið Jours
de France birtir síðast í október f. á. margar myndir frá Lourdes,
og þar á meðal af nýju kraftaverki. Ekkja að nafni Rachel Piro-
vani hafði verið veik í 18 ár og gat síðast vart hreyft legg né lið.
Töldu læknar í Desio á Ítalíu hana ólæknandi. Kona þessi var
síðastliðið haust flutt á sjúkrabörum til Lourdes. Eftir baðið í
lindinni steig hún heilum fæti á jörð ... Ótrúlegt en satt ...
Enda satt, að margir eru þeir hlutir á himni og jörð, sem vér fá-
um hvorki skýrt né skilið en verðum þó að trúa.
Gunnar Árnason.