Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 29
Munum $kálholt
Eins og mönnum er kunnugt, hefir póst- og símamálastjórnin
undanfarið unnið að því, að gerð yrðu sérstök frímerki í minningu
um 900 ára afmæli biskupsdóms í Skálholti.
Stefán Jónsson teiknari hefir dregið upp frímerkjamyndirnar
og umgerðir um þær. Eru þær allar í þjóðlegum stíl. En frímerk-
in eru prentuð hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd., London. Hef-
ir gerð þeirra tekizt mjög vel, enda ágætlega til hennar vandað.
Frímerkin eru þrenns konar og með þeim verðgildum, er hér
segir: Kr. 0.75 -j- 0.25, með mynd af Þorláki helga, kr. 1.25 -j-
0-75, með mynd Brynjólfskirkju í Skálholti, kr. 1.75 -f- 1.25, með
mynd af Jóni Vídalín.
^lynd Þorláks er á altarisklæði frá 15. öld. Mynd Skálholts-
irkju Brynjólfs er gjörð af erlendum manni árið 1772. Mynd
Jóns Vídalíns er tekin eftir mynd í Landsbókasafni, er frum-
myndin er nú glötuð.
Yfirverð frímerkjanna, kr. 0.25 — 0.75 — 1.25, rennur allt til
viðreisnar Skálholtsstað, og gæti sú fjárhæð alls numið 2 milljón-
um króna, ef öll þau frímerki yrðu keypt, sem þegar eru gjörð.
Frímerki þessi gilda sem burðargjald fyrir allar tegundir póst-
sendinga frá og með 23. janúar 1956, þar til er öðru vísi kann
að verða ákveðið.