Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 30

Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 30
20 KIRKJURITIÐ Hver, sem kaupir þessi frímerki, færir með því gjöf Skálholts- stað, og safnast, þegar saman kemur. Skyldu allir láta eittlivað af hendi rakna með þessum hætti og minnast þannig Skálholts og þess Ijóss, sem þaðan hefir lagt á menning vora um liðnar aldir og varnað því, að þjóðin yrði úti andlega. Reynsla síðustu ára hefir sýnt það, að mikill áhugi ríkir með íslendingum á því, að Skálholtsstaður rísi úr rústum. En til mest- ar giftu og blessunar verður sú endurreisn, ef þjóðin öll sam- einast um hana. íslendingar hafa vissulega sýnt það fyrr, að þeir geta orðið samtaka. Og myndi það ekki verða enn, er þjóðarsómi býður, að vér eigum eina sál. Munum það, að vér erum arftakar hinnar forhelgu íslenzku kristni, merkisbera hennar og sögustaða. Munum Skálholt, öll ung og gömul, og sýnum það í verki. Vér megum engir hugsa: það munar ekki um mig né mína gjöf. Vér getum ekki heldur um það dæmt, hver gjöfin er stór og liver lítil. En það vitum vér, að af framlagi margra heilum huga Koma ljós in logaskæru á altari ins göfga Guðs. Á. G. Heiðinn Rómakeisari ógnaði kristnum manni með lífláti. Maðurinn svar- aði: „Þú liefur vald til að drepa, en ég hefi styrk til að deyja.“ * * Þýzki heimsspekingurinn Immanuel Kant (1724—1804), lét svo ummælt, að Davíðssálmur 23, 4: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig“ — hefði verið sér til meiri huggunar en allar þær bækur, sem hann hafði lesið.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.