Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 37
AFMÆLISÞING
27
félagsins, sem notið hefir ágætrar forystu dr. Valdimars J. Ey-
lands undanfarin ár. Var liann enda einróma endurkjörinn for-
seti til næsta árs, um leið og honum voru þökkuð unnin störf.
Ritari var kjörinn séra Eric Sigmar, sem mun mörgum íslend-
fngum heima að góðu kunnur, frá því er hann stundaði nám við
Háskóla íslands veturinn 1953—4.
Séra Valdimar J. Eylands sleit starfsömu þingi með snjallri
rseðu, þar sem hann hvatti fulltrúa til þess að láta sjá í verki
árangur af þessu afmælisþingi. Verndari Kirkjufélagsins var kjör-
'nn dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup yfir íslandi.
Ólafur SkÚlason.
BjarÉsýni
Úr ræðu prófasts á síðasta liéraðsfundi
Eyjarfjarðarprófastsdæmis.
>,Tímarnir virðast á ýmsan hátt hentugir og hagkvæmir. Það
er að vísu mikið talað um fráhvarf og trúarlegt áhugaleysi. Sjálf-
sagt er nóg af slíku. En það hefir aldrei verið unnið meira starf
fyrir kirkjurnar en einmitt nú, með vorri breysku og brotfelldu
samtíð. Alls staðar er verið að prýða þær og fegra. Ég gæti því
til sönnunar bent á nálega hverja einustu kirkju prófastsdæmis-
ins. Og svona er það um land allt. Kirkjur eru endurbyggð-
ar- Nýjar kirkjur eru reistar. Ein er að rísa upp liér úti á Dalvík,
f^gurt og tilkomumikið hús. Fórnarvilji fólksins er í þessum
efnum nærri takmarkalaus, alltaf og alls staðar, þegar þörf kref-
nr — 0g kall kirkjunnar heyrist.
Og bendir þetta ekki einmitt til þess, að mönnum skiljist þrátt
fyrir allt, að hér er lielgur dómur, að hér er hið allra helgasta,
sem þjóðin á í arfleifð sinni og sögu, í allri menningu sinni,
^ristin kirkja, kristin trú, trú, von og kærleikur allra tíma?
Vissulega. Og þess vegna eigum vér öll þessa bæn heitasta
i dag, er vér komum saman á kirkjufund.
Gefi, að blómgist, Guð, pín kirkja.
Guð, oss alla Jeið og styð.“