Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 40

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 40
30 KIRKJURITIÐ ■enda var framkoma og hegðun allra íslenzku þátttakendanna til fyrirmyndar. Þeir reyndust landi og þjóð beztu fulltrúar. Forystumenn Alþjóða vinahreyfingarinnar fögnuðu mjög þátt- töku íslands í þessu móti og létu í ljósi þá ósk, að hún væri upp- haf að fastri þátttöku þess í starfi hreyfingarinnar. Töldu þeir, að bezt mundi að byrja á því að skipa sérstaka nefnd, sem hefði forgöngu og framkvæmdir með höndum og stæði í sambandi við alþjóðahreyfinguna. Síðar mætti alltaf, ef fært þætti, stofna hér félagsdeildir með almennri þátttöku. Jafnframt sögðu þeir frá því, að liægt mundi þegar á næsta ári að koma á skiptiheimsókn- um unglinga héðan til annarra landa, t. d. Englands, Danmerk- ur eða Hollands. Enginn efi er á því, að slík mót liafa mikið gildi fyrir alla þá, sem þátt í þeim taka. Væri vafalítið mikill fengur að því fyrir okkur íslendinga, ef við gætum gerzt fastir þátttakendur í starfi Alþjóða vinahreyfingarinnar og þannig lagt okkar skerf til aukins skilnings og vináttu þjóða í milli. Ennfremur mundi íslenzkum unglingum gefast einstætt tækifæri til þess að sækja heim ýmsar aðrar þjóðir og afla sér þannig þekkingar á sögu þeirra og menningu með litlum fjárhagslegum tilkostnaði. Jafn- framt því, sem hér mundi verða um ómetanlega landkynningu að ræða vegna þeirra mörgu unghnga, sem hingað kæmu í heim- sókn. Hin mikla aðsókn að þessari ferð sýnir, að ekki ætti að skorta þátttakendur í slíku starfi. Jónas Gíslason. Áletrun á gröf Kopernikusar í Jóhannesarkirkjunni í Thorn: Eg krefst ekki þeirrar náðar, sem Páli hlotnað- ist, né fyrirgefningarinnar, sem Pétur fékk, en ég bið þess í auðmýkt að niér -veitist sú líkn, er þú auðsýndir ræningjanum á krossinum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.