Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 44

Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 44
34 KIRKJURITIÐ öðru, efla þroska ykkar í félagslífi, veita ykkur möguleika til þess að sjá hollar kvikmyndir, og þjálfa góðan söng. I fáum orð- um hlúa að góðum gróðri í sálum ykkar. Hvernig þetta tekst, er fyrst og fremst undir ykkur komið. Þið verðið sjálf að vilja starfa og veita viðtöku þeim boðskap, sem þar verður fluttur. En fyrst og síðast verður það markmið Æskulýðsfélagsins að hjálpa ykkur til þess að höndla perluna dýru, sem um var rætt í upphafi þessa máls. Oll vitið þið, hver sú perla er. Sú perla er meira verð en allt annað. Sú perla er Kristur sjálfur, frelsari mannanna og boðskapur hans. Ég talaði áðan um skyklur en einnig um fjársjóð, sem þið eigið. Sá fjársjóður er æska ykkar. Nú er það von mín, að þið viljið gefa eitthvað af þeim fjársjóði, helzt sem mest, til þess að þið fáið höndlað perluna hina dýru. Það er von mín, að þið viljið gefa eitthvað af æsku ykkar, þeim dýrmæta tíma, sem þið hafið yfir að ráða, til þess að fræð- ast um Krist, reyna að feta í hans fótspor og fylgja honum, rej'na að höndla hann, eða öllu heldur verða sjálf höndluð af honiun. Ef svo fer, er tilgangi lífs ykkar náð. Og þótt þið hafið selt fjársjóðinn ykkar, því að hann hlýtur að eyðast, þá eruð þið samt rík, ef þið hafið eignazt perluna dýru, og hún mun endast ykkur til eilífs lífs.“ * * Að ræðu lokinni var sungið fyrsta versið af sálminum: „í öll- um löndum lið sig býr“. Þá gekk prestur að litlu borði í kórdvr- um, en á borðinu var kertastjaki með þremur kertum. Flutti presturinn þar bæn og bað síðan félagsforingjann að koma og kveikja á kertunum til merkis um það, að Æskulýðsfélag Siglu- fjarðarkirkju væri stofnað. Komu þá félagsforinginn og fánaber- ar fram, og kveikti félagsforinginn á kertunum, og sagði prest- urinn um leið: „Fyrir Guð, fyrir náungann, fyrir ættjörðina.‘' Fánaberar stóðu lieiðursvörð með fána sína á meðan. Þá mælti presturinn: „í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda, segi ég: Æskulýðsfélag Siglufjarðarkirkju er stofnað."

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.