Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 47
PETER HOGNESTAD
37
um slíkum fundi var það, að fundarmenn skiptust í marga
hópa, og hófu allháværar deilur sakir þess, að þeir töldu sig
ekki geta verið til altaris saman sakir mismunandi trúarskoðana.
Þá stóð Hognestad upp og hélt áhrifamikla ræðu. Hann benti
réttilega á, að ekki væri nú einingunni langt komið, né víðsýn-
ið sérstakt eða Kristsástin frábær, fyrst þeir gætu ekki sam-
eiginlega kropið Drottni sínum og hlýðnast þeim fyrirmælum
hans að vera sem bræður við borð lians. Þannig gaf þessi íhalds-
sami guðfræðingur allri kirkjunni gott fyrirdæmi.
Hognestad farnaðist vel í biskupsdómi sínum og naut virðing-
ar og ástsælda, enda var það almanna rómur, að hann, að vissu
leyti, ætti ekki sinn líka meðal biskupanna. Aðrir voru stærri
' broti og létu meira til sín heyra, en ég mundi orða það svo,
að Hognestad bar með sér mestan kristindóminn.
Eivind Bergrav líkti honum við rautt haustlyngið á Jaðri,
kvað hann hafa vakið í norsku kirkjunni jarðlægan og himin-
fagran tón, söng, er sprottinn var úr bjargfastri norskri skap-
gerð og sálm, er sigurglöð feðratrúin hafði ort.
Það var líka mála sannast, að kristindómurinn var Hognestad
það, sem safinn er trénu. Hann var gegnsýrður af kristindómi.
Kristinn maður út í fingurgómana.
Enginn skyldi þó halda, að hann væri strangur meinlætamað-
Ul' eða súrlynd hengilmæna. Hann lifði unaðslegu heimilislífi
með konu sinni, Ellen, og mannvænlegum börnum sínum. Hann
var jafnan léttur í máli og bráðfyndinn. í rauninni voru það
hvorki einstök orð né gerðir, sem einkenndu né mikluðu Hogne-
stad, heldur persónuleiki hans, andblærinn, sem um hann lék.
Eins og maður finnur það á útmánuðum, að vorið liggur í loft-
1Uu, fylgdi honum ævinlega og alls staðar tilfinning þess, að
þarna var lærisveinn, sem elskaði meistara sinn, — þjónn Drottins,
glaður og góður boðberi. Hann var tendrað ljós á ljósastik-
Ulmi. Maður, sem dró hugina að kirkju og kristindómi. Hann
skyggði hvorki á Krist né felldi sjálfur skugga á fagnaðarboð-
skapinn, heldur bar hann með sér.
Það var gott í návist hans eins og undir lauftré í sólskini.
Hann varð ekki kveðinn í kútinn, að því er málefni hans varð-