Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 48
38
KIRKJURITIÐ
aði fremur en lífið sjálft. Hann uppfyllti þá kröfu, sem menn
eru alltaf að gera og ekki sízt á vorum dögum: Sýndu mér trú
þína.
Fáir menn hafa orðið mér ógleymanlegri, og ég á ekki mörg-
um meira að þakka. Þess vegna helgaði ég honum þessa fyrstu
smágrein um kristna áhrifamenn.
G. Á.
--------------------|BÆKUR ------------------------------------
j——— »——■—“—4
Kenn þeim ungu
Svo nefnist námskerfi í kristnumfræðum til fenningarundirbúnings ásamt
ágripi af barnaspurningafræði, og hefir Bjöm prófessor Magnússon tekið
saman.
Barnaspurningafræðin er í 10 köflum, sem hér segir:
I. Nafn og tilgangur þessarar fræðigreinar.
II. Sögulegt yfirlit.
III. Takmark barnaspuminga.
IV. Aðferðir við barnaspurningar.
V. Ytra fyrirkomulag spuminga.
VI. Bækur og kennslutæki.
VII. Samband við heimilin.
VIII. Kynni af börnunum.
IX. Samvinna við skólana.
X. Á undan og eftir.
Þetta ágrip er fyrst og fremst ætlað guðfræðinemum, sem taka þátt í
barnaspumingum, en jafnframt á það erindi til allra, sem kenna bömum
kristin fræði. Það er ljóst og handhægt og laust með öllu við óþarfar mála-
lengingar. Margt er ágætlega athugað og bendingar þarfar og góðar og
hnitmiðaðar við aðstæður hér á landi.
Námskerfið er miðað við það, að bömin hafi Nýja testamentið til undir-
búnings undir spurningatimana og lesi þar eða læri þá kafla, sem teknir
em til meðferðar hverju sinni. Meginuppistaðan, sem fræðiefnið er fellt inn
í, er ævi Jesú, frá fæðingu hans til upprisu, þannig að höfuðatriði kenn-
ingar hans, bæði um trú og siðgæði, koma fram. Jafnframt er leitazt við