Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 50
40
KIRKJURITIÐ
Tók liann nú að stunda íslenzkunám af kappi, innritaðist í guðfræðideild
Háskóla Islands, útskrifaðist, og hlaut prestvígslu hátíðarárið mikla, 1944.
Voru þá aldir um liðnar frá því að útlendur maður hafði hlotið vigslu til
embættis í þjóðkirkju Islands. Að fenginni vígslu þjónaði séra Robert fyrst
lleydölum, en Grimsey fékk hann árið 1947 og var þar prestur, unz hann
kom vestur um haf sem prestur Arborgar-Riverton prestakallsins í Norður-
Nýja-íslandi.
Bókin „Norður í Dumbshafi“ er, eins og undirtitillinn ber með sér, saga
Grímseyjar, en þó aðeins að því er snertir dvalarár Iiöfundarins á staðnum.
Nánar tiltekið er hér um að ræða sjálfævisögu höfundarins á þeim árum,
er Iiann þjónaði sem prestur á íslandi, einkum í Grímsey. Inn í þessa per-
sónusögu eru ofnir ýmsir þættir úr þjóðlífs- og kirkjusögu landsmanna, ásamt
athugasemdum og lifsspeki höfundarins og annarra, sem hann átti samleið
með. Eins og að likum lætur, kom hinum útlenda stórborgarmanni margt
kynlega fyrir sjónir í fámenni íslenzkra sveita, og í liinu frumstæða lífi
eyjamanna.
Bókin, sem er skipt í 21 kapitula, er þannig saga urn reynslu liöfundarins
og huganir um lífið og náttúruna í hinu nýja umhverfi. Frásagan er létt
og lipur, málfarið víða smellið og krvddað græskulausri kýmni. Frásagnar-
gleði höfundarins er augljós, og framsetningin víða með skáldlegum snilldar-
brag, einkurn náttúrulýsingarnar. Gera má þó ráð fvrir, að kalvínskum
kveifarsálum þyki nóg um suma þætti frásagnarinnar, eins og t. d. þar sem
höfundurinn gerir grein fyrir ýmsum skyldum, sem féllu honum á herðar,
og þeim erindum, sem hann rak. Minnir frásagan viða á vísuorð skálds-
ins: „Lengi var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur.“ Höfundurinn virðist
hafa erft eitthvað af nærfærni móður sinnar við sjúka, og á æskuheimili sínu
hefir hann fengið nokkra nasasjón af læknisaðgerðum. Þetta hefir komið
honum og öðrum að góðu haldi í afskekktri og læknislausri byggð. Eru í
bókinni ýmsar skemmtilegar frásagnir um sáraaðgerðir hans og tanndrætti.
Auk þess var hann bóndi, — þurfti að læra að dengja ljáinn sinn, 'og hand-
tök sláttumannsins; hann var og barnakennari, meðlimur skattanefndar,
sjómaður, fuglafangari og sáttasemjari. Eitt sinn þurfti hann að hjálpa til
að ráða fram úr þeim mikla vanda, hver bændanna á eynni ætti að ala
sveitarnautið! En umfram allt var hann þó prestur og sálusorgari þessa
fólks. Ur bókinni allri skín mannkærleiki höfundarins og innileg þrá hans
til að hjálpa samferðamönnum sínum i eindæma örðugri baráttu þeirra við
óblíða náttúru og frumstæð kjör.
Bókin er í sjálfu sér voldugur prédikari, þó að það sé fjarri því, að hún
sé rituð i prédikunartón. Hún bendir, beinlínis og óbeinlínis, á fánýti margs