Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 51

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 51
BÆKUR 41 af því, sem siðmenning nútímans telur ómissandi, en á þann sálarfrið og sælukennd, sem skapast af samneyti við hina frumstæðu náttúru og einfalt h’f. Hvergi er þess getið, að Grímseyingar hafi leitað á fund sálfræðinga til að láta þá rekja fvrir sig flækjur lífsins, eða til lækna um svefnlyf. Hér er sagt frá taugasterkum mönnum, sem að vísu voru oft fjarri því að vera anægðir með lifið, en börðust þó góðri baráttu við brimgný og hamfarir ttáttúrunnar, ís og myrkur. Vilhjálmur Stefánsson, hinn heimsfrægi vísindamaður, ritar ýtarlegan °S fagran fonnála fyrir bók þessari, og er það út af fvrir sig nægileg trygg- lng fyrir gildi hennar. Telur hann frásöguna snjalla, ríka af samúð og skiln- lngi, en umfram allt einlæga. Frágangur bókarinnar er mjög smekklegur, og prófarkalestur hefir tekizt V(?l að undanteknum íslenzkum setningum og orðum, sem á nokkrum stöð- llln hafa brenglast í meðferðinni. Myridir eru í bókinni, m. a. af Grímsey, forseta íslands og Ásmundi biskup og frú. Hver sá, sem tekur sér þessa bók í hönd, á von á góðri skemmtun og 'riiklum fróðleik um störf og kjör þess hluta íslenzkrar alþýðu, sem enn Hefir ekki fengið aðstöðu til að njóta heimsmenningarinnar með göllum henn- ar °S gæðum. Sá, sem segir frá, er útlendur maður, sem af frjálsum vilja gerðist „einn af oss“, og elskar þjóð vora og land af falslausum huga. Valdimar j. Eylands. 4*0—■■-«■-■■-K»-M-II—m—.»-M—■■—h-4* S j ~ — — | Erlendar fréttir j------------------------------------ —"—"—"—"—■■—"—**—■«—"—■■—>4* Erkibiskupinn í Jórvík, dr. Garbett, lézt á gamlársdag. Hafði sótt Um f‘lusn frá embætti sakir heilsubrests. Hann var rúmlega áttræður. Vinsa-.11 °ö ' el metinn kirkjuhöfðingi. Var um 20 ár prestur, en 56 ár í þjónustu kirkj- rinnar. Góður rithöfundur. Tveir nyir biskupar hafa nýlega verið skipaðir í Englandi, L. M. Charles-Edwards, prestur við St. Martin-in-the-Fields, verður biskup í V oreester. Hann er talinn einhver mesti predikari ensku kirkjunnar nú á 1 ögum og jafnframt athafnasamur í embætti. Dr. F. D. Coggan rektor guð- ræðideildarinnar í Lundúnum verður biskup í Bradford. Mikill lærdóms- maður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.