Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 52

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 52
42 KIRKJURITIÐ Astamál þeirra Margrétar prinsessu og Péturs Towsends höfuðsmanns vöktu gífurlega athygli og umtal um alla álfuna á síðastliðnu ári. Sumir kenna það strangleika erkibiskupsins í Kantaraborg, að þau fengu ekki að eigast. En Margrét réð það af að giftast ekki liöfuðsmanninum, einkum sakir þess, að hann er fráskilinn. Enska biskupakirkjan bannar að vísu ekki, að prestar framkvæmi hjónavígslu, þótt annaðhvort hjónaefnanna, eða bæði, séu fráskilin, en ekki er það talið æskilegt og sjaldnast gert. Þykir það ekki alllítill ljóður á ráði Edens forsætisráðherra, að hann er fráskilinn og kvænt- ur öðru sinni, og var þó sannað, að fyrri kona hans átti sök á skilnaðinum. En konungsættin telja menn að eigi skilyrðislaust að vera þegnum sínurn til fyrirmyndar í þessurn efnum, sem öðrum, og virðist Margrét prinsessa hafa vaxið mjög í áliti og að vinsældum við að færa ást sína sem fórn á altari skyldunnar. Vænta og margir, að sár hennar grói sakir þess, að hún er enn í blóma lífsins. En mál þetta hefir mjög fært hjónaskilnaði á dagskrá og víða vakið miklar umræður, hvenær þeir séu leyfilegir. Enda eru þær margar hliðarnar á þessu erfiða máli, og má vera, að að því verði síðar vikið hér í ritinu. Forsetakosningar standa fyrir dyrum í Finnlandi. Einn af frambjóð- endum, Fagerholm, foringi verkamanna, er utan kirkju. Hafa nú kornið upp raddir um, hvort við það sé unandi, að forseti landsins, sem skipar biskupa o. s. frv., megi vera utankirkjumaður. Fagerholm hefir sjálfur lýst því yfir, að hann teldi slíkt ekki rétt. Ætla menn því, að hann gangi í kirkjuna, ef hann nær kosningu. Margir flokksmanna hans munu samt vera því and- vígir. Dr. Reinliold von Thadden er þýzkur leikmaður, sem komið hefir á ákaflega fjölsóttum árlegum kirkjufundum, bæði austan og vestan „járn- tjaldsins". Er það án efa einhver merkasta starfsemi síðari ára innan kirkj- unnar. Dr. Neville Gordon biskup í Coventry (f. 1888. Biskup 1943), er ný- látinn. Hann var einn af þeirn, er hóf sérstakt starf í þá átt, að ná til fjöld- ans, sem aldrei sækir kirkju eða sárasjaldan. Skipulagði liann „trúboð“ meðal iðnaðarmanna í umdæmi sínu. Reyndist bezt að senda „verkamannapresta“ út af örkinni líkt og í Frakklandi. Dr. BiIIy Graham, var nýlega í Frakklandi. Hann vakti þar gríðar- mikla athygli eins og í Englandi og á Norðurlöndum. — Einna mest er um

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.