Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 53
ERLENDAR FRETTIR
43
það deilt, hvort áhrif hans muni vera varanleg. En þó víst sé, að sumir eru
fljótir að gleyma þeim játningum, er þeir gera á hrifningarstund, er reyndin
sú, að margir gerast einlægir fylgismenn Krists. Er það mikilsvert, að dr.
Graham hvetur alla til að hefja nýtt starf og þjónustu innan sinna eigín
safnaða, — en fordæmir allan klofning og sundurlvndi.
Samkirkjuleg nefnd var sett á laggimar í haust. Aðalstöðvar París.
Forseti Henry Tienda, Frakklandi. Tilgangurinn m. a. að „rannsaka áhrif
kvikmyndanna á lífemi manna, og afstöðu kirkjunnar til þessa vandamáls“.
Einnig að stofna til sem beztra kristilegra og kirkjulegra mvnda. Þörf þess
er líka mikil.
Einstæð listasýning var haldin í Portúgal í byrjun vetrar. Var þar
um að ræða listaverk frá 800—1800. M. a. þótti það koma upp úr kafinu, að
kristileg list Porúgals bæri sérstakan friðar- og fagnaðarblæ. Eitt fegursta
Walverkið sýnir Jóhannes á Patmos.
Fuglasang-Damgaard Sjálandsbiskup fór í heimsókn til Ráð-
stjórnarríkjanna snemma í vetur. Hann messaði þá við mikla aðsókn í dóm-
kirkjunni í Riga. Talið er að komið hafi til mála, að einliverjir danskir guð-
bæðingar fari til náms í ráðstjórnarríkjunum, en rússneskir guðfræðingar
kæmu til Danmerkur í staðinn. Em það vissulega góðar fréttir, ef greiðari
sanigöngur verða milli „austurs“ og „vesturs“ en undanfarna áratugi. Mun
það ryðja úr vegi margvíslegum misskilningi og væntanlega efla kristilegt
bræðraþel.
I jólaboðskap sínum lagði púfinn m. a. áherzlu á, að banna ætti fram-
leiðslu atoms- og vetnissprengna, sem ella gætu orðið til tortímingar
®annkyninu.
Asmundur Sigurðsson fyrrv. alþingismaður skrifar nýlega í ferðasögu
frá Póllandi, að lögð hafi verið mikil áherzla á að endurreisa kirkjumar þar
1 landi eftir styrjöldina, enda sé þar mikil kirkjusókn og helgihald í blóma.
Telur hann og, að fólkinu sé ljóst, hversu beztu hugsjónir þess séu sóttar til
kristindómsins.
Miklar raddir hafa verið og eru uppi um afnám líflátshegningar í Bret-
bndi. Enska hákirkjublaðið segir af vonlegri beizkju um þá, sem mæla
þessari siðvenju enn bót: „Sakir áhuga vors á vemdun lífsins verðum vér