Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 55

Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 55
+•—<■—■■—■■—•■—>>—«—■■—■■—■■—■■—■>—f -------------j Tnnleifdar fréttir j------------------------------- •fr »—NU “«—»N—IIN 4* Enskur biskup, Stephan Neill, var liér á ferðinni í byrjun vetrar. Kom frá Ameríku. Var hann um skeið biskup á Indlandi, en sagði af sér sakir beilsubrests. Nú starfar liann á vegurn Alkirkjuráðsins. Biskup þessi hélt tvo stutta fyrirlestra fyrir guðfræðinga i Háskólanum. Skýrði hann frá ýmsu varðandi Alkirkjuhreyfinguna, og kvað það mundi verða vel þegið, ef Islend- lngar sæju sér fært að liafa nánara samband við hana. Ekki er að efa, að hreyfing þessi er næsta merk og hefir þegar komið ýmsu góðu til leiðar. Hinu er ekki að leyna, að tvennt dregur enn allmikið ur áhrifum hennar. I fyrsta lagi fæst kaþólska kirkjan ekki til að taka bein- an þátt í henni. I iiðru lagi þykir það talsvert brenna við, að prestar og guð- fræðingar séu alleinráðir bæði á fundum og í stjórn þessara kirkjusamtaka. ^ eldur það sama rneini og liér á landi, að alþýða fvlgist ekki eins og vera ætti með kirkjumálunum né tekur æskilegan þátt i þeirn. Þetta er eitt af Pví, sem stendur til bóta í framtíðinni. Sera Sveinn Víkingur Grímsson skrifstofustjóri hlaut fvrstu verð- laun í keppni um leikþátt á Skálholtshátíðinni í sumar. Nefnist hann „Leift- l,r liðinna alda“. Verðlaun voru kr. 10.000,00. Önnur verðlaun (3.000,00) fékk ónefndur .liöfundur fyrir þátt, er kallast: „í Skálholti". Dómnefnd skipuðu Jón Auðuns dómprófastur, dr. Steingrímur Þorsteinsson prófessor °g Lárus Pálsson leikari. Kirkjuniála gætir lítið á þingi því, sem nú situr. Tvö frumvörp um þessi efni biða þó afgreiðslu. — Frv. til laga um kirkjuítök. Er sóknarnefnd- Um heimilað að selja ítök safnaðarkirkna, og rennur andvirðið í sjóð þeirra. Samt þarf samþykki viðkomandi sóknarprests og biskups til sölunnar, liafi Prestur nytjað ítak það, sem um ræðir. — Þá er frumvarp um breytingar á uguna um skipun prestakalla. Er þar lagt til að hafa tvo presta í Vestmanna- eyjum og biskupi heimilað að ráða „hjálparprest“, þar senr prestur er veik- Ur e®a prestakalla prestslaust af öðrum ástæðum. — Ekki er víst, hversu fer um afgreiðslu þessara mála. En þau hafa þegar komizt í gegnum efri deild. M' launalög. Alþingi setti ný launalög rétt fyrir áramótin. Munu þau bafa þótt góður jólaglaðningur. Prestar voru hækkaðir um einn til tvo flokka. Er það á valdi biskups að ákveða, hverjir séu í hvorum flokknum. Er til

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.